Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1960, Síða 15
ÞORKELL GRÍMSSON:
GERT VIÐ SNORRALAUG
Sumarið 1959 fór fram viðgerð á Snorralaug í Reykholti. Um leið
var á ný gert yfir fremsta hluta jarðganganna, sem frá henni liggja
í áttina að gamla bæjarstæðinu, og næsta umhverfi laugarinnar lag-
fært eftir föngum. Að framkvæmdinni stóðu Reykholtsnefnd, Alþingi
og Þjóðminjasafnið. Var Þorkell Grímsson safnvörður í Reykholti
frá 26. maí til 10. ágúst 1959, hafði umsjón með verkinu og vann að
því með hjálp frá staðnum.
Ekki hafði verið gert við Snorralaug síðan 1858, en þá var hún
endurnýjuð að tilhlutan prestsins í Reykholti, séra Vernharðs Þor-
kelssonar. Fékk hann til þess Þorstein Jakobsson, steinsmið frá Húsa-
felli. Þorsteinn mun hafa hlaðið laugina upp frá grunni, úr sama
hleðsluefni og áður var, og mun ekki hafa vikið að ráði frá gerð og
stærð hins forna mannvirkis. Við viðgerðina 1959 var sömu reglu
fylgt, en auk þess höfð nokkur hliðsjón af gömlum heimildum um
Snorralaug fyrr á öldum. Fara hér á eftir tilvitnanir í aðalheimild-
irnar.
1) Elzta heimild um laug í Reykholti (Reykjaholti) er Landnáma.
Þar segir: „Hallbjörn son Odds frá Kiðjabergi Hallkelssonar, bróður
Ketilbjarnar ens gamla, fekk Hallgerðar dóttur Tungu-Odds; þau
váru með Oddi enn fyrsta vetr; þar var Snæbjörn galti. Óástúðligt
var með þeim hjónum. Hallbjörn bjó för sína um várit at fardögum;
en er hann var at búnaði, fór Oddr frá húsi til laugar í Reykjaholt;
þar váru sauðahús hans; vildi hann eigi vera við, er Hallbjörn
færi . . .“ i)
2) I Sturlungu er getið laugar í Reykholti á dögum Snorra Sturlu-
sonar og síðar. Segir svo í frásögn um atburði 1228: „Þat var eitt
kveld, er Snorri sat í laugu, at talat var um höfðingja. Sögðu menn,
1) Landnámabók íslands, Kaupmh., 1925, bls. 85.