Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1960, Síða 16
20
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
at þá var engi höfðingi slíkr sem Snorri ok þá mátti engi höfðingi
keppa við hann fyrir sakir mægða þeira, er hann átti. Snorri sannaði
þat, at mágar hans væri eigi smámenni. Sturla Bárðarson hafði haldit
vörð yfir lauginni, ok leiddi hann Snorra heim, ok skaut hann fram
stöku þessi, svá at Snorri heyrði:
Eiguð áþekkt mægi
orðvitr sem gat forðum,
— ójafnaðr gefsk jafnan
illa —, Hleiðrar stillir.“ 2)
Árið 1235: „Kom því svá, at þeir, sem á virkinu váru, fundu eigi
fyrr en Órækju menn allir váru komnir í húsin ok höfðu gengit upp
eftir forskála frá laugu.“ 3)
Aðfangadag jóla árið 1241: „Þá var virki öruggt um bæinn í
Reykjaholti, er Snorri lét gera . . . En þá Órækju bar skjótt at, ok
riðu þeir Órækja í kirkjugarð ok settu stiga við dyrr þær, er þar
váru. Sturla reið til þeira dura, er til laugar váru, ok settu þeir þar
stiga við, ok gengu þar upp fylgðarmenn hans . . .“ 4)
Árið 1252: „En er þeir váru mettir, gengu þeir Þorgils ok Þórðr
til laugar, því at hestar váru eigi búnir. En er þeir sátu í lauginni,
mælti Þorgils: „Þórðr, hvat þykkir þér ráð, at ek halda sættina?““ 5 6)
3) Elzta lýsing af Snorralaug, sem okkur er kunn, er í riti Páls
lögmanns Vídalíns um fornyrði Jónsbókar, en þar segir svo í kaflan-
um Alin að lengd og Meðalmaður, sem ætla verður, að sé ritaður árið
1724: „Til er laugin í Reykholti með bekkjum fornaldarmanna, og
vindauga því, er útrás vatnsins af lauginni skamtar. Er allt þetta
meðalmönnum vorrar aldar svo hæfilegt, sem það hefði fyrir þá gjört
verið. Eg vil ekki tala um munnmæli þau, sem sýna einn stein í gólfi
laugarinnar, er verið skyldi hafa Guðmundi byskupi til hæfis á að
sitja, svo hann hakaði þá vatnið undireins og það náði útrennslinu
af því til gjörða vindauga. Eru þeir enn í dag margir menn, er sitj-
andi á sama steininum haka vatnið svovel sem Guðmundur byskup,
og eru nú 487 ár frá hans andláti.“ G)
2) Sturlunga saga, I, Reykjavík, 1946, bls. 319 — 320.
3) Sama, I, bls. 388.
4) Sama, I, bls. 456.
5) Sama, II, bls. 135.
6) Skýringar yfir Fornyrði Lögbólcar þeirrar, er Jónsbók lcallast, samdar af
Páli lögmanni Vídalín, Reykjavík, 1854, bls. 42—43.