Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1960, Síða 23
GERT VIÐ SNORRALAUG
27
Owing to the infrequency of its use, I found Snorra-laug
rather in a neglected state; the water was muddy, and a quan-
tity of soil had collected at the bottom. Having intimated a
wish to bathe in it, the plug was taken out of the draining hole, and
the current of hot water from Scribla was suffered to flow freely
through it the whole of the night, so that on the morning of the 26th,
before dressing, I stepped down to it from my tent, and had an oppor-
tunity of enjoying and appreciating to the full the beneficial luxury
of the laug.“ ir)
Kafli þessi hljóðar svo í þýðingu Snæbjarnar Jónssonar: „Sem
stendur er í Reykholti sira Eggert Guðmundsson, prófastur í Borgar-
fjarðarhjeraði. Einnig hann var að heiman, þegar við komum, en hjá
kvenþjóðinni fengum við hinar beztu móttökur, og þegar farangur
minn kom, ljet jeg tjalda uppi á virkinu. Er það kringlóttur hóll og
ber mest á honum af víggirðingum þeim, er til forna voru um bæinn.
Þegar Snorri Sturluson fluttist hingað, stækkaði hann og endurbætti
húsakynnin og ljet hlaða traustan virkisgarð um bæinn, til varnar
gegn fjandmönnum sínum. Því enda þótt íslenzka þjóðveldið hefði
ágæt lög um mannhelgi, var samt á dögum Snorra agasamt á meðal
fyrirmanna í landinu og í þeim erjum stóð hann framarlega. Voru
foringjar flokka þeirra, er við áttust, í sífeldri hættu. Enn má sjá
rústir virkisgarðsins, en hvergi ber mikið á honum nema á þessum
stað, virðist sem hjer hafi varðturninn verið, en jarðgöng lágu niður
í Snorralaug, sem er hjer beint fyrir neðan.
Laugin er í sex hundruð ár búin að verjast hervirkjum tímans, án
þess að til nokkurs viðhalds hafi komið. Næst eftir Heimskringlu er
hún stórfeldasta minnismerkið um hugvit Snorra, og enginn er sá á
meðal dáenda hans, er reist hefði getað annað veglegra. Hún er alveg
kringlótt, um fimtán fet í þvermál og er hlaðin úr höggnum steinum,
er falla svo vel saman sem verða má og eru límdir með fíngerðum
deiglumó eða öðrum þeim efnum, sem þar er að finna í grendinni.
Gólfið er lagt sama gulleita steininum og er í veggjunum og umhverfis
laugina er steinbekkur, sem yfir þrjátíu manns geta setið á, niðri í
henni. Vatnið kemur úr goshver sem nefnist Skrifla og liggur í mýri,
um það bil fimm hundruð fet til norðurs. Eru þar margir vellandi
11) Iceland; or the Journal of a Residence in that Island, during the Years
1814 and 1815. Etc. — By Ebenezer Henderson. Vol. II. Edinburgh, 1818, 13.
kapítuli, bls. 141 — 144. Neðanmálsgreinum er hér sleppt.