Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1960, Qupperneq 28
32
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
fornleifafélags, 1884—’85, segir m. a.: „í austr landnorðr, langt upp
frá lauginni, er hver, sem heitir Skrifla, og þar nálægt annar, sem
heitir Dynkr. í báðum er sjóðandi vatn; úr Skriflu gengr lokræsi
undir jörðunni; það er alt úr höggnum steini, sem maðr getr séð; frá
Skriflu ofan í laug er 175 álnir; þar af eru 30 álnir frá miðju hvers-
ins að lokræsinu, það er að segja, vatnið rennr fyrst úr hvernum í
opnum stokk, þangað til það kemr í lokræsið. Laugin er kringlótt og
um 12 fet í þvermál, og um 3 fet á dýpt, allr botninn í lauginni er
steinlagðr úr höggnu grjóti, og er hann hæstr í miðjunni, en lægri
utan með; öll laugin umhverfis er hlaðin upp úr höggnum steini, og
er neðst lágt þrep alt í kring, og svo barmarnir hlaðnir þar upp af“
. . . „Síra Vernharðr, sem var prestr í Reykjaholti, lét gera við laug-
ina 1858. Það gerði Þorsteinn steinsmiðr Jakobsson frá Húsafelli.
Hann er nú dáinn. Hér er reyndar ekki fullkunnugt, hversu mikið;
enn mest mun það hafa verið það, að hann hreinsaði laugina vel upp,
þvíað jarðvegr hafi myndazt kring um hana, sem var fallinn ofan í,
og svo mun hann hafa gert eitthvað við barmana, þar sem steinar
kunna að hafa verið fallnir úr, og höggvið steina til þess . . .“
„ . . . þegar kæla skal vatnið í henni hæfilega, og kalda lækjar-
sprænan þrýtr í miklum þurkum, þá er þannig um búið, að lokræsið
er opið rétt við laugina, svo sem 8—9 fet, þar skiftist það í tvent, og
liggr annað út úr, og má þar í hleypa vatninu með því að stemma það,
er í laugina gengr, og láta þannig vatnið í henni kólna. Líka má
hleypa vatninu út úr Skriflu, enn stemma lokræsið eða stokkinn upp
frá við hverinn, og gjörir það sömu verkun.“ 1(!)
13) í bók sinni, „Úr byggðum Borgarfjarðar“, ræðir Kristleifur
Þorsteinsson Snorralaug, og minnist þá m. a. á viðgerðina 1858:
„Snorralaug er undir háum hól, austan við hinn forna Reykholts-
bæ. í hana er veitt vatni frá Skriflu, um 120 metra vegalengd, í hlöðnu
neðanjarðar ræsi. Laugin er kringlótt að lögun, og er yfirborð henn-
ar 3.87 metrar að þvermáli, en dýpi frá botni til barma nokkuð mis-
munandi. Er það minnst 0.75 metrar, en víðast einn metri“ . . .
„Flestir munu fullyrða, að á dögum Snorra hafi laugin verið yfir-
byggð og hlaðin hafi verið göng frá henni til bæjar. Hleðsla úr
þessum göngum kom greinilega í ljós, er hóllinn var rofinn og grafið
16) Árbók hins íslenzka fornleifafélags, 1884 —1885, bls. 116 — 117 og 121 — 122.
Neðanmálsgreinum er hér sleppt.