Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1960, Side 31
GERT VIÐ SNORRALAUG
35
Að sögn Hendersons er þvermálið um 15 fet eða um 4.57 m, vatns-
dýpið mest 4 fet eða 1.22 m. Eiga uppundir fjörutíu manns að geta
setið á steinþrepinu.
Samkvæmt skýrslu séra Eggerts Guðmundssonar er ummál laug-
arinnar 21 alin dönsk, þ. e. 13.18 m; eftir því ætti þvermálið að vera
4.20 m. Dýpt laugarinnar að framanverðu (sennilega við frárennsl-
ið, þ. e. að sunnanverðu) er, að því er hann segir, 1 al. og 9 þuml., eða
84.5 sm, en að ofanverðu (þá að norðanverðu) liðlega 1 alin að seti,
þ. e. liðlega 62 sm. Setið mælist vera 6 þumlungar á hæð og eins á
breidd eða 15 sm á hvorn veg. Skarðið í setið að framanverðu sé rúm
1 alin, þ. e. rúml. 62 sm, en að ofanverðu vart alin.
Að sögn Kálunds er þvermál Snorralaugar 5—6 álnir eða 3.10 m—
3.72 m, dýptin 11/2—2 álnir, þ. e. 93 sm — 1.24 m, en setið er „om-
trent 1 kvarter“ á hæð, þ. e. um 15 sm á hæð.
Að sögn Sigurðar Vigfússonar er þvermálið um 12 fet, þ. e. um
3.72 m, en dýptin um 3 fet, eða um 93 sm.
Loks segir Kristleifur Þorsteinsson, að Snorralaug sé 3.87 m í þver-
mál á yfirborði, en dýpi frá botni til barma nokkuð mismunandi,
minnst 0.75 m, en víðast einn metri.
Ekki verður sagt, að heimildum beri hér nákvæmlega saman.
Furðulegast er misræmið milli vatnsdýptarinnar, sem Páll Vídalín
gefur í skyn, og þeirrar, sem gefin er upp í fetum hjá Mackenzie og
Henderson. (Og einnig hjá Holland, ef hann á við vatnsdýpt, en svo
virðist reyndar ekki, hann virðist fremur eiga við vegghæðina á
,,kerinu“ og hlýtur þetta að rýra allt traust á frásögn hinna.) Hjá
þeim er vatnsdýptin nálægt 4 fetum, þ. e. 1.22 m. Tveimur árum eftir
að Henderson kemur í Reykholt, þ. e. í skýrslunni frá 1817, segir séra
Eggert, að dýpt laugarinnar að framanverðu sé 1 al. og 9 þuml., þ. e.
84.5 sm. Hvort sem hann á við vatnsdýpt eða veggjarhæð, og líklega
á hann við veggjarhæð, er munurinn mjög mikill. Engin heimild er
fyrir því, að Snorralaug hafa verið hækkuð milli þess að Páll Vídalín
samdi áðurnefnt rit sitt og Bretarnir komu í Reykholt, en svo lækk-
uð áður en séra Eggert samdi skýrslu sína.
Rúmlega hálfri öld eftir skýrslugerð séra Eggerts áætlar eða mæl-
ir Kálund, að jafnaðardýptin sé l)/2—2 álnir, þ. e. 93 sm —1.24 m,
Sigurður Vigfússon segir hana sem svarar um 93 sm, en Kristleifur
Þorsteinsson kvað hana minnst 0.75 m og víðast einn metra. Ber þeim