Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1960, Blaðsíða 32
36
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
þannig nokkurn veginn saman, en hins vegar stingur þetta mjög í
stúf við dýptarmál Mackenzies: vegghæð 6 fet, þ. e. 1.83 m!
Lítum á upplýsingarnar um þvermálið; Mackenzie: um 4.27 m,
Holland: um 3.60 m — 4.20 m, Henderson: um 4.57 m, séra Eggert:
sem svarar 4.20 m, Kálund: um 3.10 m — 3.72 m, Sigurður Vigfús-
son: um 3.72 m, Kristleifur Þorsteinsson: 3.87 m. Eigi þvermálið að
5. mynd. Innrennslið í laugina; tröppur niður í hana vinstra megin við innrennsl-
ið; yfir opinu hlágrýtissteinn með áletrun V. Th. 1858. — The opening of the
intake channel and the steps before the restoration in 1959.
breytast, verður auðvitað að hlaða laugarvegginn upp á ný. Nú segir
Kristleifur Þorsteinsson, að faðir sinn, Þorsteinn Jakobsson, hafi
hlaðið laugina frá grunni árið 1858, þ. e. áður en Kálund semur lýs-
ingu sína, en eftir skýrslugerð séra Eggerts. Munurinn, sem verður
á þvermálsupplýsingunum á þessu tímabili, virðist benda til, að Þor-
steinn hafi um leið þrengt laugina, en ógerlegt er að benda á nokkur
ummerki þess á staðnum, eins og ég mun víkja að. Loks má hugsa
sér, að hann hafi hlaðið lægri vegg en var, og að dýptarmál séra Egg-
erts eigi við vatnsdýpt, sé þá komin nokkur skýring á ofangreindu