Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1960, Page 34
38
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
verið, er hæfilegur halli niður á túnflötinn nokkrum metrum sunnan
við. Skal ekki fjölyrt um þetta, en jarðgöngin ein, ásamt frásögnum
Sturlungu, myndu sanna, að Snorralaug hefur alltaf verið þar sem
hún er.
Hið kringlótta lag hennar er ekki að ófyrirsynju. Það er traust-
asta formið, sem hægt er að velja slíku mannvirki. Ef samvísandi
skammhliðar hleðslusteina liggja í geisla vegghrings, halda þeir ótrú-
6. mynd. Sýnishorn af vegg laugarinnar áður en farið var að gera við hana 1959.
— Portion of tlie wall of the basm before the restoration in 1959.
lega vel hver að öðrum, og þannig er þeim fyrir komið í Snorralaug.
Styrkir þetta líkurnar til að hin forna laug hafi verið kringlótt, hafi
hún á annað borð verið hlaðin. Arfsögnin eignar Snorra Sturlusyni
laugina, frægasta og auðugasta ábúanda staðarins fyrr og síðar.
Mikið orð fór af stjórnsemi hans og verkhyggni, og mælir ekkert á
móti því, að þessi vandaða steinlaug, sem virðist ekki hafa átt sinn
líka hér á landi, sé gerð fyrir atbeina Snorra.20) Og ef betur er að
gáð, er fleira sem styrkir þá skoðun.
20) Gera þyrfti samanburð á öllum fornum laugum á íslandi eða leifum slíkra