Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1960, Side 35
GERT VIÐ SNORRALAUG
39
Eins og segir í skýrslu séra Eggerts, má auðveldlega höggva hvera-
grjót með öxi. Það er að vísu misjafnlega traust, oft vill það molna,
en sé valið úr því, fæst allseigt og mjúkt byggingarefni, sem hægt er
að höggva til nokkurn veginn eftir vild, a. m. k. þannig, að steinarnir
falli sæmilega hver að öðrum. Nú á dögum finnst ekki hveragrjót í
sjálfu Reykholtslandi. Ef til vill hefur það fundizt víðar á yfirborði
áður fyrr, en gengið smám saman til þurrðar, því það er tilvalið í
hvers konar hleðslu, t. d. með torfi, og er þá óþarfi að höggva það
mjög til. Nærtækast er það í landi Úlfsstaða og Kópareykja í Reyk-
holtsdal, en þar er það að kalla má þrotið eftir viðgerðina, sem hér
um ræðir. Vonandi verður gamla bæjarstæðið í Reykholti rannsakað
með uppgrefti; þá kynnu að sjást merki um notkun höggvins
hveragrjóts snemma á öldum, og sumarið 1929 rákust menn á
eitthvað slíkt. Matthías Þórðarson, sem þá var þjóðminjavörður,
segir frá því í grein um Reykholt í Morgunblaðinu, 20. júlí 1947:
„Við jarðrask nokkurt í Reykholti sumarið 1929 fanst önnur grjót-
renna21) með hverahrúðursteinum yfir; voru þeir íhvolfir að neðan.
„Tel jeg vafalaust, að þetta hafi verið gufuleiðsla frá Skriflu til bæj-
ar,“ skrifaði sjera Einar Pálsson, um leið og hann sendi einn af stein-
unum til Þjóðminjasafnsins.--) Enn fremur skrifaði hann: „Rennan
kom fram rjett við norðvesturhorn hlöðunnar, sem bygð var hjer í
sumar, og stefnir skáhallt við hlöðuna, til suðvesturs og norðausturs,
en hlaðan snýr austur og vestur. Tel jeg líklegt, að eystri endi renn-
lauga. Fengist þá ef til vill úr því skorið, hvort hið kermyndaða og kringlótta lag
á Snorralaug, notkun höggvins grjóts o. fl. séu samkenni fornra lauga hér á
landi. í þessu sambandi þykir rétt að birta stutta greinargerð, sem þjóðminja-
verði var gefin árið 1956:
„5. septembcr. Kristján Helgason, áður bóndi á Dunkárbakka í Hörðudal,
segir mér á þennan veg frá: Laugar í Laugadal inn af Hörðudal (Árbók 1904,
17 — 18) eru rétt fyrir innan Seljaland. Eru þar rústir miklar. Fyrir mörgum
árum (ca 40?) var Kristján með fleiri ungum mönnum að vinna við sundlaug
á Laugum, þar sem hún er enn. Grófu þeir þá upp dý; þar sem heita vatnið kom
upp, í því skyni að fá meira og heitara vatn. Var þar mikill dýjagróður og leðja.
En þegar nokkuð kom niður í þetta, tóku menn eftir, að þar var fyrir mann-
virki nokkurt, steinar lagðir haganlega i hring og felldir saman, og mátti hugsa
sér, að 5 — 6 menn hefðu getað setið umhvei’fis með fæturna niðri í þessu. Þetta
var alldjúpt eins og tunna og botn góður í. Vatn sundlaugarinnar mun vera tekið
úr þessari steintunnu eða hvað á að kalla það og telur Kristján auðvelt sé að
finna þetta og rannsaka. — Á Laugum mun Lauga-Snorri hafa búið.“ (K. E.)
21) Þ. e. önnur en sú, sem liggur frá Skriflu til Snorralaugar. Þ. G.
22) Bréf til þjóðminjavarðar, dags. 16. nóv. 1929.