Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1960, Page 36
40
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
unnar beygi bráðum við í áttina til Skriflu. Hina leiðina kannaði jeg
með stöng nál. 2 m; heldur rennan þar beinni stefnu, en er mjög fylt
með hveraleðju.“ Ekkert var kunnugt áður um þessa rennu eða
leiðslu, og er sennilegt, að hún sje forn.“
I safnaukaskrá Þjóðminjasafnsins stendur eftirfarandi um stein
þennan, Þjms. 10584: „Leiðslusteinn, eins konar, hluti af rennu eða
pípu, sem hveragufa eða -hiti hefur verið leidd eptir inn í baðklefa
eða stofu í Reykholti. Fannst þar steinn þessi, sem er úr hverahrúðri,
ásamt fleiri slíkum steinum, er þar var verið að grafa fyrir húsi. Er
steinninn ílangur og óreglulega lagaður, um 44 cm að 1. og 26—33 að
br. og um 20 að þykkt, og höggvin eptir honum, langsum, annars
7. mynd. Steinn úr hveragrjóti með tilhöggvinni rennu, fundinn
1929, Þjms. 10580. — Diagram of the stone of ‘hveragrjót’, removed
from an underground pipeline in 1929.
vegar, ca. 15 cm breið skora, svo sem helmingur væri af sívalri pípu,
dýptin um 7.5. Eru sýnilega mannaverk á henni. — Þessi leiðsla var
svo neðarlega í jörðu, að hún virðist kunna að vera frá Sturlunga-
öldinni. Hún virðist hafa staðið í sambandi við Snorralaug. —“ (Sjá
mynd.)
Menn hafa velt því mjög fyrir sér, hvernig vatnið úr Skriflu væri
kælt, svo að það yrði mátulega heitt til baða. Nú segir í Jarðabók
Árna Magnússonar og Páls Vídalíns, að í heimalandi Reykholts sé
ekkert vatn nema hveravatn. Þetta stingur í stúf við sýslulýsinguna
frá 1748 og við ummæli Eggerts Ólafssonar og Bjarna Pálssonar, að
í nágrenninu sé lækur, sem menn kæli hveravatnið með. Mackenzie
getur þess, að sér og félögum sínum hafi verið sagt, að köldu vatni
hefði verið veitt að lauginni, en hann lætur þar við sitja. Hins vegar
segir Henderson, að í flestum lýsingum af þessari frægu laug sé stað-
hæft, að köldu vatni sé veitt að henni, en það sé rangt, hvergi sé kalt