Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1960, Side 37
GERT VIÐ SNORRALAUG
41
vatn í nánd. Ummæli Kálunds eru mjög á sama veg, hann segir vatnið
svo heitt í lauginni, þegar nýrunnið er í hana, að tæpast sé hægt að
halda í því fingri, en þar fyrir hafi menn ekki veitt að henni köldu
vatni, það finnist ekki í Reykholti, nema í lækjarsytru, sem rennur
úr mýri niður hjá bænum og lauginni, en hún þorni oftast á sumrin.
Sigurður Vigfússon getur einnig um lækjarsprænu, sem þrjóti í mikl-
um þurrkum. Nú á dögum er hvergi lækur í nánd við Snorralaug.
Hins vegar er breið lág niður eftir túninu, skammt austan við hana,
liggur hún niður frá hverasvæðinu og minnir á þornaðan, uppgróinn
lækjarfarveg. Ef til vill hefur eitt sinn runnið lækur úr blautri mýri,
sem verið hefur ofan við hverasvæðið, áður en túnið var stækkað
austur og norður eftir, en þess sér engin merki, og er það sízt undar-
legt, því alls konar jarðrask hefur átt sér stað í kringum hverina í
sambandi við virkjun Skriflu. Vatnið, sem rennur úr henni í Snorra-
laug, er nú látið kólna í lauginni. Er að- og frárennsli (nema við yfir-
fall að sjálfsögðu) stöðvað, þegar laugin er full. Er nú pípa fremst
í aðrennslisstokknum og vatnshani á. Laugin er mjög hæfilega heit,
þegar staðið hefur í henni yfir nótt eða svo.
1 sumum lýsingunum er sagt frá því, hvernig aðrennslið var stöðv-
að. Séra Eggert Guðmundsson segir, að sá hluti stokksins („renn-
unnar“), sem er næst hvernum og óbyrgður, sé 51 alin og 15 þuml-
ungar á lengd, og nálægt miðju hans sé skarð, sem rennan tæmist út
um, þegar úr því er tekið. Hins vegar er á Kálund að skilja, að frá
aðalrennunni liggi hliðarrenna, rétt hjá lauginni. Kemur þetta heim
við lýsingu Sigurðar Vigfússonar, sem er allrækileg, en hann segir,
að stokkurinn sé opinn rétt við laugina, svo sem 8—9 fet frá henni,
þar skiptist hann í tvennt og liggi annað lokræsi út úr: „má þar
hleypa vatninu með því að stemma það er í laugina gengr“. Einnig
megi hleypa vatni út hjá Skriflu, og ber þeim Kálund saman um það.
Aðrennslisstokkurinn er nú alls staðar byrgður, bæði tilhöggnum
steinum og jarðvegi, nema allra fremst, þar stendur hann upp úr og
eru lausir steinar þar yfir honum. Enginn virðist muna eftir stokk
þessum öðru vísi, en sumum fullorðnum mönnum er í fersku minni,
þegar ofannefndur hliðarstokkur var í notkun. Komu leifar hans
greinilega í ljós, þegar grafið var kringum laugina sumarið 1959.
(Sjá 4. mynd.)
Þegar þjóðminjavörður og undirritaður komu í Reykholt í maílok
1959, var sá hluti hinna fornu jarðganga, sem gert hafði verið yfir
1947, að miklu leyti hruninn. Þakgrindin hafði fúnað og látið undan