Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1960, Qupperneq 38
42
ÁHBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
torf- og moldarlaginu, einnig var grjóthleðslan orðin bágborin, bæði
í göngunum og kömpunum framan við dyrnar. Mun vatnspípa hafa
sprungið undir húsunum efst í brekkunni, vatnið flætt fram göngin
og borið aur út um laugarhvilftina og ofan í sjálfa laugina. Eins og
sést á uppdrættinum (2. mynd), sem þjóðminjavörður gerði áður
en viðgerðin hófst, voru laugarbarmarnir skörðóttir, misháir jafnvel
á löngum köflum, og sums staðar farnir að slúta vegna þrýstings
utan frá. Þar sem þeir voru hæstir, voru 5 hleðslulög, fæst voru
þau 3. Vegghæðin, mæld frá botni, var 54—84 sm, botnsetið
var 18—22 sm á br., hæð þess 15—20 sm, þvermál laugarinnar
3.70 m — 3.90 m. Þá var botninn mishár, eins og hann hefur sjálf-
sagt verið lengi, en annars lítt skemmdur. Tröppurnar, sem hafa,
eftir heimildum að dæma, alltaf verið næst aðrennslisopinu, höfðu
hrunið. I lýsingu Kálunds segir, að í þeim séu fjögur þrep. Vorið
1959 var tæpast hægt að tala um tröppur í lauginni, en tvær tilhöggn-
ar hveragrjótshellur voru á tröppustæðinu, báðar lausar. Lá önnur
á botni, en hinni var tyllt ofan við hana. Á barminum beint upp af
þeim lá blágrýtishella. (5. mynd.) Þegar neðstu hellunni var lyft frá
botni, sást undir henni blágrýtishella, tilhöggvin og regluleg í lögun,
auðsjáanlega neðsta þrep úr tröppum, en sokkin í laugarbotninn.
Steinn sá, sem séra Vernharður lét meitla í fangamark sitt og ártalið
1858, var á sínum stað, yfir aðrennslisbarminum, fangamark og ártal
vel glöggt, og leifar af rauðri menju eða málningu í stöfunum. Ekki
sást neitt af þeim lokuútbúnaði, sem eldri lýsingarnar geta um, en
þarna kvað hafa verið hella með opi og tappa, — mun það löngu
horfið. Engin merki um, að hús hafi verið yfir lauginni, eru nú
sjáanleg.
Eftir máli og útliti að dæma gat staðizt, að Þorsteinn Jakobsson
hefði hlaðið Snorralaug frá grunni 1858, eins og Kristleifur Þor-
steinsson segir, en honum og Sigurði Vigfússyni ber ekki saman um,
hve gagnger sú viðgerð var. Lítið sem ekkert virtist hafa verið gert
við laugina á þeim liðlega hundrað árum, sem liðin voru, nema hvað
menn höfðu slett steinsteypu í sprungur á stöku stað. Frá yfirfalls-
opinu lá járnpípa gegnum vegginn og undir jörðu niður að frá-
rennslisstokknum; var hún fest við vegginn með steinsteypu. Alls
staðar var steypan orðin eins á litinn og hveragrjótið, grágul í veggj-
unum, dökkleit í botninum, en þó ekki blásvört eins og sjálfar botn-
hellurnar eru orðnar.
Þegar farið var að hreinsa jarðgöngin, sást, að vatnsagi var þar