Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1960, Side 38

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1960, Side 38
42 ÁHBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS torf- og moldarlaginu, einnig var grjóthleðslan orðin bágborin, bæði í göngunum og kömpunum framan við dyrnar. Mun vatnspípa hafa sprungið undir húsunum efst í brekkunni, vatnið flætt fram göngin og borið aur út um laugarhvilftina og ofan í sjálfa laugina. Eins og sést á uppdrættinum (2. mynd), sem þjóðminjavörður gerði áður en viðgerðin hófst, voru laugarbarmarnir skörðóttir, misháir jafnvel á löngum köflum, og sums staðar farnir að slúta vegna þrýstings utan frá. Þar sem þeir voru hæstir, voru 5 hleðslulög, fæst voru þau 3. Vegghæðin, mæld frá botni, var 54—84 sm, botnsetið var 18—22 sm á br., hæð þess 15—20 sm, þvermál laugarinnar 3.70 m — 3.90 m. Þá var botninn mishár, eins og hann hefur sjálf- sagt verið lengi, en annars lítt skemmdur. Tröppurnar, sem hafa, eftir heimildum að dæma, alltaf verið næst aðrennslisopinu, höfðu hrunið. I lýsingu Kálunds segir, að í þeim séu fjögur þrep. Vorið 1959 var tæpast hægt að tala um tröppur í lauginni, en tvær tilhöggn- ar hveragrjótshellur voru á tröppustæðinu, báðar lausar. Lá önnur á botni, en hinni var tyllt ofan við hana. Á barminum beint upp af þeim lá blágrýtishella. (5. mynd.) Þegar neðstu hellunni var lyft frá botni, sást undir henni blágrýtishella, tilhöggvin og regluleg í lögun, auðsjáanlega neðsta þrep úr tröppum, en sokkin í laugarbotninn. Steinn sá, sem séra Vernharður lét meitla í fangamark sitt og ártalið 1858, var á sínum stað, yfir aðrennslisbarminum, fangamark og ártal vel glöggt, og leifar af rauðri menju eða málningu í stöfunum. Ekki sást neitt af þeim lokuútbúnaði, sem eldri lýsingarnar geta um, en þarna kvað hafa verið hella með opi og tappa, — mun það löngu horfið. Engin merki um, að hús hafi verið yfir lauginni, eru nú sjáanleg. Eftir máli og útliti að dæma gat staðizt, að Þorsteinn Jakobsson hefði hlaðið Snorralaug frá grunni 1858, eins og Kristleifur Þor- steinsson segir, en honum og Sigurði Vigfússyni ber ekki saman um, hve gagnger sú viðgerð var. Lítið sem ekkert virtist hafa verið gert við laugina á þeim liðlega hundrað árum, sem liðin voru, nema hvað menn höfðu slett steinsteypu í sprungur á stöku stað. Frá yfirfalls- opinu lá járnpípa gegnum vegginn og undir jörðu niður að frá- rennslisstokknum; var hún fest við vegginn með steinsteypu. Alls staðar var steypan orðin eins á litinn og hveragrjótið, grágul í veggj- unum, dökkleit í botninum, en þó ekki blásvört eins og sjálfar botn- hellurnar eru orðnar. Þegar farið var að hreinsa jarðgöngin, sást, að vatnsagi var þar
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.