Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1960, Page 39
GERT VIÐ SNORRALAUG
43
töluverður. Þótti þess vegna nauðsynlegt að gera ræsi fram úr göng-
unum og tengja það frárennslisstokknum, sem liggur suður frá laug-
inni og í jörðu nokkra metra frá henni. V-laga skurður var grafinn
eftir gangagólfinu niður undir laug, hafður um 30 sm á dýpt, annar
skurður með sama sniði var grafinn frá aðrennslisstokknum, með-
fram lauginni að norðan og vestan og að opi á frárennslisstokknum.
8. rnynd. Snorralaug fullviðgerð haustið 1959. — Snorralaug
after the restoration in 1959.
Opið var byrgt með járnrist. Skurði þessum fór hallandi úr 30 sm
dýpt í allt að 70—80 sm, tekur hann við vatni úr göngunum og brekk-
unni að norðan og vestan. Loks var grafinn sams konar skurður frá
aðrennslisstokknuin að austanverðu og niður að áðurnefndu opi. í
botn allra skurðanna var sett gróf möl, og í þá, sem umlykja laugina,
voru auk þess lagðar hellur, þvert yfir þá og rétt ofan við malarlag-
ið, en heyjatorf yfir hellurnar. Þegar viðgerðinni á laugarveggnum
var að ljúka, voru skurðirnir byrgðir með lausum jarðvegi. Alls
staðar þar sem grafið var, komu menn niður á eitilharða móhellu,
jafnvel þétt við veggina. En uppi við barmana var laus mold. Að því