Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1960, Blaðsíða 44
KRISTJÁN ELDJÁRN:
AÐ SAUMA SlL OG SÍA MJÓLK
Inngangur.
Þau eru upptök eftirfarandi ritgerðar, að ég komst á snoðir um
að Soffía Gísladóttir á Hofi í Svarfaðardal kunni út í æsar hið gamla
verklag að sauma síl. Þegar ég sá, að saumsporið var hið sama og á
Arnheiðarstaðavettinum, varð mér ljóst, að hér var um mjög merki-
legt fyrirbrigði að ræða. Ég tók mig því til og skrifaði allmörgum
mönnum hér og hvar um landið og leitaði frétta hjá þeim um síur og
síunaraðferðir.
Þeir sem svöruðu bréfum mínum voru þessir: Ásgeir Svanbergs-
son, Þúfum, ís., Elísabet Guðmundsdóttir frá Gili, Hún., Gísli Helga-
son, Skógargerði, N. Múl., Guðjón Ásgeirsson, Kýrunnarstöðum, Dal.,
Guðmundur Jósafatsson, Austurhlíð, Hún., Guðmundur Þorsteinsson
frá Lundi, Sandvík, N. Þing., Jónas Jóhannsson, Öxney, Snæf.,
Kristín Geirsdóttir, Hringveri, S. Þing., Kristján Þorvaldsson, Suður-
eyri, ís., Kristrún Matthíasdóttir, Fossi, Árn., Magnús Björnsson,
Syðra-Hóli, Hún., Magnús Finnbogason frá Reynisdal, V. Skaft.,
Ólafur Þorvaldsson, Reykjavík, þaulkunnugur í Gullbringusýslu,
Ólína Magnúsdóttir, Kinnarstöðum, Barð., Sigurður Björnsson, Kví-
skerjum, A. Skaft., Sigurður Egilsson frá Laxamýri, S. Þing., Sæ-
mundur Dúason, Siglufirði, Þorbjörg R. Pálsdóttir, Gilsá, S. Múl.
Auk þessa skrifaði ég upp svör við sömu spurningum hjá eftirtöld-
um mönnum: Guðlaugur E. Einarsson, Hafnarfirði, uppalinn í Holt-
um, Rang., Sigvaldi Jóhannsson frá Mýrartungu, Barð., Ólafur Árna-
son frá Ósi í Bolungarvík, fs. Enn fremur hef ég munnlega spurt
ýmsa fleiri menn út úr og fengið neikvæð svör, en í Svarfaðardal hef
ég marga spurt, sem staðfesta frásögn Soffíu á Hofi, þótt enginn hafi
verið eins alfróður um þetta efni og hún.
öllum þeim, sem svarað hafa fyrirspurnum mínum, þakka ég góð-
vilja og hjálpfúst samstarf. Vera má, að með meiri yfirlegu hefði