Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1960, Side 45
AÐ SAUMA SÍL OG SÍA MJÓLK
49
mátt spyrja uppi fleiri smámuni til fyllingar þessu efni. En ég hraða
mér að birta niðurstöður þessarar litlu tilraunar af sérstökum ástæð-
um. Þó að síun mjólkur sé ekki stórt atriði í þjóðarbúskapnum, var
hún þó eitt þeirra verka, sem vinna þurfti og sérstök tæki, handtök
og vinnubrögð þurfti við. Það kemur á daginn í þessari rannsókn, að
hér var enn hægt að bjarga merkilegum fróðleik um einstakt atriði
í íslenzkri verkmenningu, fróðleik sem aldrei hefur á bækur komizt,
þrátt fyrir öll okkar skrif. Það má því vel láta þetta dæmi verða sér
til áminningar um stórt verkefni, sem vanrækt hefur verið, og á ég
þar við alhliða skráningu heimilda um þjóðhætti, verkmenningu og
bjargræðisvegi íslendinga fyrir vélaöld. Þetta verkefni hefur verið
vanrækt, þjóðinni til tjóns og vanza, og seint að hefjast handa nú,
en betra er seint en aldrei, svo sem dæmið um sílinn sýnir, og má enn
vera að það takist að koma einhverri hreyfingu á þetta mál. Þá þarf
að skipuleggja starfið og ná samvinnu við sem allra flesta fróðleiks-
menn um land allt, taka síðan fyrir eitt efni og tæma það eftir föng-
um, síðan annað og svo koll af kolli. Öllum heimildunum á svo að
safna á einn stað, til úrvinnslu þegar til þess gefur.
Reynsla mín er sú, að margir séu fúsir til að fórna tíma og hugsun
fyrir þetta málefni, og er það vel, því að á því veltur mikið. En alla
þá, sem svo mikinn áhuga kynnu að hafa, að þeir færu af sjálfsdáð-
um að rita heimildir af þessu tagi, vil ég biðja að minnast þess, að
það er um að gera að vera nógu nákvæmur, muna það alltaf, að hér
er verið að skrásetja fyrir komandi kynslóð, sem stigið hefur báðum
fótum inn í hina nýju öld og verður að læra allt um fortíðina af bók-
um og myndum, hvort sem það er smátt eða stórt, og meðal annars
margt, sem jafnvel við í dag teljum nokkurn veginn sjálfsagðan hlut.
Menn framtíðarinnar munu láta sig varða allt um lífsbaráttu og
bjargráð forfeðranna, og fyrir þá dugar ekkert annað en að skrifa
nógu nákvæmt.
Síll (síill).
Árið 1780 kom út í Kaupmannahöfn ritið Fáeinar skýringargreinir
um smjör- og ostabúnað á íslandi eftir Ólaf Olavius. Fyrir honum
vakti að hvetja landa sína til vandvirkni í meðferð smjörs og osta, og
segir hann bæði beint og óbeint, að hvoru tveggja sé næsta ábótavant,
til skaða og skammar landinu. Varð Olavius óvinsæll fyrir ritið, því
að húsfreyjum þótti sem hann brigzlaði þeim um sóðaskap.
Olavius leggur mikla áherzlu á að mjólkin sé nákvæmlega síuð,
4