Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1960, Side 45

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1960, Side 45
AÐ SAUMA SÍL OG SÍA MJÓLK 49 mátt spyrja uppi fleiri smámuni til fyllingar þessu efni. En ég hraða mér að birta niðurstöður þessarar litlu tilraunar af sérstökum ástæð- um. Þó að síun mjólkur sé ekki stórt atriði í þjóðarbúskapnum, var hún þó eitt þeirra verka, sem vinna þurfti og sérstök tæki, handtök og vinnubrögð þurfti við. Það kemur á daginn í þessari rannsókn, að hér var enn hægt að bjarga merkilegum fróðleik um einstakt atriði í íslenzkri verkmenningu, fróðleik sem aldrei hefur á bækur komizt, þrátt fyrir öll okkar skrif. Það má því vel láta þetta dæmi verða sér til áminningar um stórt verkefni, sem vanrækt hefur verið, og á ég þar við alhliða skráningu heimilda um þjóðhætti, verkmenningu og bjargræðisvegi íslendinga fyrir vélaöld. Þetta verkefni hefur verið vanrækt, þjóðinni til tjóns og vanza, og seint að hefjast handa nú, en betra er seint en aldrei, svo sem dæmið um sílinn sýnir, og má enn vera að það takist að koma einhverri hreyfingu á þetta mál. Þá þarf að skipuleggja starfið og ná samvinnu við sem allra flesta fróðleiks- menn um land allt, taka síðan fyrir eitt efni og tæma það eftir föng- um, síðan annað og svo koll af kolli. Öllum heimildunum á svo að safna á einn stað, til úrvinnslu þegar til þess gefur. Reynsla mín er sú, að margir séu fúsir til að fórna tíma og hugsun fyrir þetta málefni, og er það vel, því að á því veltur mikið. En alla þá, sem svo mikinn áhuga kynnu að hafa, að þeir færu af sjálfsdáð- um að rita heimildir af þessu tagi, vil ég biðja að minnast þess, að það er um að gera að vera nógu nákvæmur, muna það alltaf, að hér er verið að skrásetja fyrir komandi kynslóð, sem stigið hefur báðum fótum inn í hina nýju öld og verður að læra allt um fortíðina af bók- um og myndum, hvort sem það er smátt eða stórt, og meðal annars margt, sem jafnvel við í dag teljum nokkurn veginn sjálfsagðan hlut. Menn framtíðarinnar munu láta sig varða allt um lífsbaráttu og bjargráð forfeðranna, og fyrir þá dugar ekkert annað en að skrifa nógu nákvæmt. Síll (síill). Árið 1780 kom út í Kaupmannahöfn ritið Fáeinar skýringargreinir um smjör- og ostabúnað á íslandi eftir Ólaf Olavius. Fyrir honum vakti að hvetja landa sína til vandvirkni í meðferð smjörs og osta, og segir hann bæði beint og óbeint, að hvoru tveggja sé næsta ábótavant, til skaða og skammar landinu. Varð Olavius óvinsæll fyrir ritið, því að húsfreyjum þótti sem hann brigzlaði þeim um sóðaskap. Olavius leggur mikla áherzlu á að mjólkin sé nákvæmlega síuð, 4
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.