Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1960, Page 47

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1960, Page 47
AÐ SAUMA SÍL OG SÍA MJÓLK 51 kvæma upptalningu á þessu, heldur aðeins drepa á það til saman- burðar við íslenzka málvenju. Báðar myndirnar eru þekktar hér, en hin fyrrnefnda miklu algengari, að sía, og þar með nafnorðið sía, sem einkum hefur festst við skyrsíuna. Hin myndin, að sila, er miklu fá- gætari. Hún kemur fyrst fyrir í orðabókarhandritinu Lbs. 220, 8vo, sem kennt er við Hallgrím Scheving, og Jón Sigurðsson notar hana í Lítilli varningsbók (Kph. 1861, bls. 98), og það er eina vitneskjan, sem orðabók Blöndals veitir um þetta orð. Dæmi, sem mér eru kunn, eru þessi: Kona, sem ólst upp í Öræfum um miðja 19. öld, talaði um að skyr væri vel eða illa sílað (S. B.). í Hjaltastaðaþinghá var ein og ein manneskja, sem notaði orðið að síla rétt eftir aldamótin 1900, en fátítt var það (G. Þ.). Gísli Helgason í Skógargerði segir, að þar sé alltaf talað um að síla mjólk. I Húnavatnssýslu heyrðist þetta orð stundum um aldamótin (M. B.). Erfitt er að gera sér grein fyrir, hvort orðið hefur verið sveitlægt í tilteknum héruðum. Slíkt væri sennilegt, en þó er helzt svo að sjá sem það hafi verið þekkt víða um land, en fátítt, bundið fremur við eitt og eitt heimili en heil byggðarlög. Mjólk er hægt að sía með ýmsu móti. Á síðari tímum var oft notuð einföld mjólkursía, sem varla, getur búsgagn heitið, ferhyrnt lérefts- stykki, mismunandi að stærð, þurfti aðeins að ná út yfir barma íláts- ins, sem hellt var í, og þá fest við þá. Eyjólfur á Hvoli segir, að kvía- mjólkin hafi alltaf verið síuð gegnum strigadúk.8) Gamall maður í Breiðdal man og eftir á sínu heimili áhaldi, sem var tréhólkur líkt og skál í laginu, með léreftsstykki í botni, og var mjólkin síuð í þessu (Þ. P.). Algengari en þessar einföldu léreftssíur voru þó á seinni tímum mjólkursigti, sem margir muna eftir og notuð hafa verið meira og minna um allt land. Þau voru útlend og tekin í búðum og voru í rauninni mjölsigti, enda einnig notuð til þess að sigta í þeim heimamalaða mjölið. Til dæmis var bankabygg fínmalað og síðan sigtað, og var það sem gegnum sigtið fór eins og hveiti og var notað til bökunar, t. a. m. í lummur, pönnukökur eða kleinur. Rúgmjöl, sem þótti of gróft í flatkökur, var einnig sigtað í þeim, sömuleiðis rúg- mjöl í laufabrauð, þar sem það var gert. Þessi sigti voru víst oftast með botni úr stórgerðu hári og kölluð hársigti. Sjálfsagt voru sigtin ekki öll eins, og var botninn stundum laus, en stundum fastur. Algeng voru sigti af þessari gerð: Sigtið var gert úr tveimur nokkurn veg- inn jafnbreiðum spónrenningum eða sviga, sem sveigður var þannig 3) Eyjólfur Guðmundsson, Pabbi og mamma. Reykjavík 1944, bls. 59.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.