Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1960, Qupperneq 54
58
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
metra. Notuð var sérstök nál, nokkuð stór, úr beini eða horni, kölluð
sílnál,,J) en hægt var eins að nota stóra nál úr járni. Síllinn var ævin-
lega kringlóttur. Byrjað var þannig, að nálinni var brugðið gegnum
lykkjuna á öðrum enda þráðarins og dregið í gegn, unz komið var í
örlítinn hring, síðan voru nálsporin tekin í þennan hring og síðan
jafnframt hvort í annað og þannig haldið áfram hring eftir hring,
unz fengin var sú stærð, sem óskað var eftir. Venjuleg stærð var um
30 sm í þvermál.
Soffía Gísladóttir sá aldrei einlitan síl, heldur var alltaf hafður
öðruvísi litur í miðjunni en umhverfis, og var þetta gert til skrauts.
Verknaðurinn var kallaður að sauma síl, en sporið ekkert sérstakt.
Sporið var mátað með gómnum og haldið á verkinu eins og þegar skór
var verptur. Töluverður vandi var að gera þetta vel og hafa það
jafnt.
Síllinn var notaður til þess að sía mjólk, einkum sauðamjólk, sem
bæði var þykkari en kúamjólk og meira í henni af stórgerðu rusli.
Konur, sem saumuðu síla, gerðu það því ekki sízt á vorin, áður en
fráfærur hófust. Þegar síllinn var notaður var hann lagður ofan á
ferkantaða grind, sílgrind, og festur þar lauslega, t. d. með fjórum
tittum. Grindin gat verið hvort heldur vildi með rimlum eða rimla-
laus, eins og skyrsía. Grindin var lögð ofan á trogin og mjólkinni
hellt úr fötunum gegnum sílinn. Einnig var hann notaður, þegar
rjóma var rennt á strokk. — Loks er þess að geta, að sílþvaga var
alveg eins og síll nema hún var minni. Hún var notuð til þess að þvo
með henni mjólkurílát og var ágæt til þess.
Við þessa lýsingu er ekki miklu að bæta, en þess má þó geta, að ein
svarfdælsk kona, sem ég spurði um þetta efni, sagðist hafa vitað til
þess að síll væri heklaður með stórgerðri heklunál úr tré og þá hafður
ferkantaður, og önnur sagðist hafa prjónað síl, en báðum var vel
kunnugt um að síll hafði verið saumaður eins og Soffía lýsir. Og það
er einmitt merkasta atriðið í öllu þessu. Til er á Þjóðminjasafninu
vöttur gamall, eða vettlingur (Þjms. 3405) frá Arnheiðarstöðum í
Fljótsdal. Um hann skrifaði Margrethe Hald merkilega ritgerð hér
í Árbók 1949—50, bls. 75—76, og sýndi, að hann er hvorki heklaður
né prjónaður, heldur saumaður með einkennilegu nálspori, sem Danir
kalla nálebinding. Margrethe Hald greindi þetta spor nákvæmlega og
9) Önnur svarfdælsk kona, Snjólaug Jóhannesdóttir, man eftir sílnál úr hval-
beini í eigu móður sinnar. Hún sá móður sína sauma síl.