Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1960, Blaðsíða 61
JURTALEIFAR FRÁ BERGÞÓRSHVOLI Á SÖGUÖLD
65
2. Innihald.
Brunaleifar þessar innihéldu talsvert magn af viðarkolasalla og
stærri bútum. Mestur hluti sýnishornsins var hins vegar salli af
grófum stönglum og blöðum, en einnig nokkrum heillegum bútum.
Innan um þetta voru hár og títur og fræ af mismunandi stærðum og
gerðum. Skal nú lýst einstökum plöntuhlutum og reynt að gera grein
fyrir, hvað þarna hafði brunnið.
Birki (Betula).
Hinir heillegu viðarkolabútar reyndust vera úr birki. Voru árhring-
arnir mjög þéttir, og var að meðaltali 0.3 mm bil á milli þeirra í 2 sm
fjarlægð frá merg. Eins voru þeir krappir og miklar sveiflur í þeim,
kvistir voru margir og þéttir eins og í bii'ki, sem vex við misjöfn kjör.
Bygg (Hordeum).
Meginhluti alls hins greinanlega brunasalla voru bútar af blöðum
og stönglum af korntegund, sem reyndist vera bygg. Heillegastir voru
hnjáliðirnir, sem margir voru bognir, og gáfu til kynna að stöngl-
arnir hefðu sligazt nokkuð og rétt sig við aftur, aðrir voru beinir.
Breidd hnjáliðanna var yfirleitt frá 3 til 5 mm, en þó voru nokkrir
ennþá mjórri, en lengd þeirra var undir 3 sm. Nokkrir rótarhálsar
af byggi voru sæmilega varðveittir og einstaka rótarbrot. Brot af
blaðslíðrum 4 mm þykkum fundust, og meðal annarra smábrota hluti
af 7 mm breiðu byggblaði. Milli 60 og 70 hlutar af öllu fræi bruna-
leifanna voru byggkorn, ýmist einstök eða áföst við blómskipunar-
legginn. — Hið kolaða korn hefur varðveitzt vel og sennilega haldið
að mestu sinni lögun. Það hefur ekki þrútnað verulega, eins og korn
gerir við skarpan eld, en þó er gildleiki kornsins tiltölulega mikill á
þessum sýnishornum. Annars er talið, að kolað korn og leggir geti
rýrnað um 15% af upprunalegu máli. Allflestir kjarnarnir voru með
ögnum áföstum (þaktir), en þó voru einstaka án agna (naktir), og
er það sennilega af völdum brunans. Mælingar, sem gerðar voru á
100 kjörnum úr sýnishorninu, sýndu að meðalstærðarhlutföll voru
sem hér segir: Lengd 5.74 mm, breidd 2.81, þykkt 2.19 mælt innan
agna. Neðri blómögnin hefur verið með langri gróftenntri títu (um
0.6 mm breiðari í 0.5 sm fjarlægð frá agnarbroddi). Af samanburði
við þær korntegundir, sem nú eru hér í ræktun, bendir allt til þess,
5