Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1960, Side 67
JURTALEIFAR FRÁ BERGÞÓRSHVOLI Á SÖGUÖLD
71
í löndum, er liggja fyrir botni Miðjarðarhafs eða enn þá austar.
Vavilov gat sér þess til, að útbreiðsla byggsins hefði gerzt frá tveim-
ur stöðum, öðrum í Austur-Asíu, en hinum í Norður-Afríku og þá
einna helzt Abessiníu.7) Hinar fyrstu leifar af byggi, sem telja má
að nota hafi átt til manneldis, eru frá Egyptalandi og eru taldar vera
um eða yfir 10.000 ára gamlar.2) Frá þessum frumtíma byggrækt-
unarinnar ber mest á sexhliða byggi, en þó skýtur hinu fjórhliða við
og við upp. Byggræktun breiðist síðan með menningarstraumnum til
Evrópulanda meðfram ströndum Miðjarðarhafsins og einnig norðan
Alpafjalla. Þannig hafa meðal annars fundizt leifar af byggi, sem
aðallega hefur verið af sexhliða gerð, frá tímum staurhúsabúa í
Sviss. Þekking á byggræktuninni færist norður eftir Evrópu til
Norðurlanda og Bretlandseyja, síðan til smáeyjanna norður af Bret-
landi og allt til íslands. Á steinöld og langt fram eftir öldum virðist
sexraða bygg (og sennilega sexhliða) eingöngu hafa verið ræktað í
Norður-Evrópu. Hafði sú byggtegund nakta kjarna. sem var ríkjandi
á þeim tíma. Á járnöld virðist verða sú breyting á, að þakta byggið
nær yfirhendinni, og fer þá fjórhliða byggið einnig að verða algeng-
ara. Stendur þetta sennilega í einhverju sambandi við þær loftslags-
breytingar, sem verða í kringum 600 f. Kr., frá hlý-þurri í sval-raka
veðráttu. Má ætla, að þá hafi orðið örðugra um ræktun nakta byggs-
ins vegna misþroskunar og um leið korntaps þess, en þakta kornið
verður hentugra, þar sem það situr betur í axinu.
Þessi breyting hefur aukið nauðsynina á að þurrka korn við eld
eða í ofnum á nyrztu slóðum ræktunarinnar. En hitunin hafði tvenns
konar þýðingu. Annars vegar að auðvelda þreskingu á hinu þakta
korni og hins vegar til þess að gera vanþroska korn geymsluhæfara.
Á víkingaöld og miðöldum hefur fjórraða byggið enn verið ríkj-
andi, og þess eðlis eru hinar algengustu landssortir Skandinavíu,
Englands og eyjanna þar fyrir norðan. Þó hefur sexhliða bygg verið
notað sem vetrarbygg í Englandi allt fram á vora daga, og enn finn-
ast nakin korn í ræktun í Evrópu.
Frá seinni hluta víkingaaldar er varla um nokkrar menjar byggs
að ræða aðrar en korn, sem fundið er í Aggersborg við Limafjörðinn
í Danmörku og talið er vera nokkuð eldra en frá 10 öld e. Kr. Af öllu
korni, sem þar fannst, var um helmingur greinanlegur eða 514 kjarn-
ar, en af þeim voru 60 % af byggi af fjögurrahliða gerð og sennilega
þöktu korni (H. vulgare).5) Frá víkingaöld hafa einnig fundizt í
Danmörku leirker með förum eftir korn, sem unnt hefur verið að