Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1960, Page 68
72
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
móta og greina með nokkurri nákvæmni. Hafa 13 þeirra reynzt vera
af byggi, sennilega öllu þöktu.4)
Ekki er mér kunnugt um neina byggfundi frá seinni hluta víkinga-
aldar í Noregi eða Svíþjóð, og frá Bretlandseyjum virðist aðeins vera
um að ræða eitt far eftir nakið byggkorn og 3 þakin byggblóm úr
krukkubroti frá Hellsevean í Skotlandi.0)
í nágrannalöndum okkar er því ekki um auðugan garð að gresja
í leit að byggi, er vaxið hefur samtímis byggi því, sem fannst á Berg-
þórshvoli og mætti nota til samanburðar við það. Þó er það nægilegt
til þess að leiða í Ijós nokkur athyglisverð atriði. Fyrst ber þess að
geta, að fundur byggsins á Bergþórshvoli er einstakur hvað Island
snertir, því hér á landi hafa aldrei áður fundizt leifar af byggi frá
fyrri öldum.*) Byggið er fjögurrahliða og þakið, og er í þeim efnum
ekki frábrugðið byggi, sem er almennt í ræktun á meginlandinu um
svipað leyti. Kjarnastærðin er að meðaltali ekki frábrugðin því, sem
er á þöktu, dönsku korni frá víkingaöld, en þó er íslenzka kornið
nokkru minna og sérstaklega þynnra en danska kornið. Bendir þetta
til þess, að þroskinn hafi verið lélegri á íslenzka korninu. Sé kornið
frá Bergþórshvoli hins vegar borið saman við nýtt korn frá Sáms-
stöðum, ræktað á óþurrkasumri (1955), er gildleiki brennda korns-
ins meiri, sem bent gæti til talsvert betri þroska. Þá væri freistandi
að álykta, að betur hefði viðrað á kornið frá Bergþórshvoli heldur en
Mælingar á íslenzlcu byggi bornar saman viö danskar.
(Measurements of lcelandic barley compared with Danish.)
Kjarnastærð í mm (Size of grain in mm) Axliðalengd í mm (Length of rachis internodes)
Lengd Breidd Þykkt Minnst Mest Meöal
Lenqth Breadth Thickness Min Max Average
Bergþórshvoll 5.74 2.81 2.19 2.1 2.5 2.4
Aggersborg 58 2.9 2.4 — — 3.0
íslenzkt 1955 6 56 2.69 2.09 2.8 3 1 2.9
— 1957 7.19 2.96 2.25 3.1 4.5 37
Danskt 1955 7.40 3.15 2.50 2.9 4.6 3.7
*) Síðan þetta var ritað, hafa byg’gleifar fundizt að Gröf í Öræfum, í bæjar-
rústum frá 1362, sbr. Árbók 1959, bls. 88 — 91.