Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1960, Page 69
JURTALEIFAR FRÁ BERGÞÖRSHVOLI Á SÖGUÖLD
73
árið 1955 eða svipaðra því, sem var árið 1957, en varlega verður að
fara í slíkar ályktanir, því eins og áður er getið breytist lögun korns-
ins nokkuð við að kolast. Sé kolað korn frá Bergþórshvoli og Aggers-
borg enn fremur borið saman við nútímakorn frá íslandi og Dan-
mörku, sést, að minni munur er á stærðarhlutföllum danska og ís-
lenzka kornsins þá heldur en nú er. Ef til vill speglast veðurfars-
breyting einmitt í þessum vexti. Hin tiltölulega mikla þykkt kornsins
frá Bergþórshvoli gæti bent til þess, að minni munur hafi þá verið
á sumarhita hér og á meginlandinu heldur en nú er. Þó ber þess að
geta, að hér er aðeins um eitt sýnishorn að ræða og óvarlegt að draga
algildar ályktanir af því.
Arfinn, skurfan og netlan.
Um arfann og skurfuna er fátt annað að segja en að þau hafa efa-
laust verið illgresi á hinum ræktaða byggakri. Illgresi, sem upphaf-
lega hefur borizt til landsins með útsæðinu eða með fóðri og búpen-
ingi.
Arfinn hefur verið hvarvetna í ræktunarlöndum fornmanna. Hann
er til dæmis fundinn meðal nytjajurta í Danmörku allt frá byrjun
járnaldar fram að víkingaöld.4)
Af frjókornarannsóknum, sem gerðar hafa verið hér á landi úr
jarðlögum við forna bæi, sést að mikil aukning hefur orðið á frjó-
kornum jurta af arfaættinni í landnámslögum frá því, sem finnst í
lögum þar fyrir neðan. Bendir það beinlínis til þess, að þá hafi haug-
arfinn einmitt aukizt að mun.8)
Skurfan hefur fundizt í Danmörku innan um leifar af öðru fræi
úr vistarverum manna allt frá hinni rómversku járnöld. Til Islands
hefur hún borizt með landnámsmönnum á sama hátt og arfinn, en
aldrei verið eins mikið illgresi og hann og ekki náð eins mikilli út-
breiðslu. — Skurfufræið hefur blandazt við byggkornið og ekki verið
amazt við því þar, enda hefur bygg þeirra tíma varla verið hreint
eftir nútímamati, heldur bæði blanda af stofnum og öðrum fræteg-
undum. Skurfunni var annars sáð til skepnufóðurs víða á meginlandi
Evrópu allt frá járnöld fram á vora tíma, og hér á landi var hún
meðal annars höfð í hinum fyrstu sáðtilraunum, sem gerðar voru á
tilraunastöðvum landsins um aldamótin 1900.
Það liggur beinast við að álíta netluna illgresi í bygginu eða jafn-
vel annan korngjafa, því fræ hennar er fremur stórt og magnið tölu-
vert í þessu sýnishorni. Hins vegar er vitað, að netlan var notuð til