Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1960, Síða 70
74
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
ýmissa nytsamlegra hluta og því engin ástæða til þess að ganga al-
gerlega fram hjá þeim möguleika, að svo hafi verið á Bergþórshvoli.
*
Það er sérstaklega athyglisvert, að jurtaleifarnar skuli vera frá
elztu lögum byggðarinnar á Bergþórshvoli. Er því freistandi að
álykta, að þessar jurtir hafi einmitt brunnið við Njálsbrennu, sem
talið er, að átt hafi sér stað haustið 1011.
Nú veitir Njálssaga eðlilega ýtarlegastar upplýsingar um alla hagi
á Bergþórshvoli á þeim tíma. Þótt vefengja megi áreiðanleika þeirrar
heimildar, er það einkennileg tilviljun, að sagan skuli einmitt geta
þriggja þeirra jurta, sem varðveitzt hafa kolaðar á sofngólfinu á
Bergþórshvoli.
Sú tilgáta, að kornið hafi brunnið á þeim tíma, sem sagan tilgreinir
Njálsbrennu verða, fær aukinn stuðning í niðurstöðu af eðlis- og efna-
fræðilegri aldursákvörðun á brunaleifunum, sem gerð var við Saskat-
chewan-háskólann í Kanada. Rannsókn þessi, sem byggist á mælingu
geislavirks kolefnis-14 í efninu, sýnir að jurtirnar frá Bergþórshvoli
hafa brunnið árið 1039, en þó gæti skeikað 60 árum til eða frá. Fellur
sú tímaákvörðun svo vel við skráðar heimildir að nærri lætur að
telja megi sannað, að jurtirnar hafi brunnið í Njálsbrennu.
HEIMILDARRIT
1) Beaven, E. S.: Barjey. 394 bls. Duckworth, London 1947.
2) Curwen, C. E.: Plough and Pasture. 122 bls. Cobbett Press, London 1946.
3) Helbæk, H.: Early Crops in South England. Proceedings Prehist. Soc. Vol.
18 pt. 2 bls. 194-233, 1953.
4) Helbæk, H.: Prehistoric Food Plants and Weeds in Denmark. Danmarks Geo-
logiske Undersdgelse II. Række Nr. 80, bls. 250 — 261, 1954.
5) Jessen, K.: Plantefund fra Vikingetiden i Danmark. Bot. Tidsskr. 50, bls.
125-139, 1954.
6) Jessen, K. and Helbæk, H.: Cereals in Great Britain and Ireland in Pre-
historic and Early Historic Times. Kongl. Danske Vid. Selsk. Skrift. III.
Nr. 2, bls. 68, 1944.
7) Vavilov, N. I.: The Origin, Variation, Immunity and Breeding of Cultivated
Plants Cronica Botanica. Vol. 13, bls. 35 — 38, 1949/50.
8) Thorarinsson, S.: Tefrokronologiska studier pá Island. Ejnar Munksgaard,
K0benhavn 1944.
9) Þórðarson, Matthías. ísafold 18. septemþer 1928, Reykjavík.