Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1960, Page 73
HALLMUNDARHELLIR
77
víðar. Innan á garðinum er gert þrep neðarlega, og sé staðið á þrep-
inu, sést vel út yfir garðinn.
Við nyrðri hellisvegginn, tveimur metrum innan við garðinn, er
svo sem flet á gólfinu, að innanmáli um 1.70x1.20 m. Vestan að flet-
inu er fremst einn langur, vellagaður steinn, en uppi við hellisvegg-
inn hlaðin brík, og rís hella þar upp við hana innanverða. Eystri
langveggur er hleðsla alla leið um það bil hnéhá. Framan við fletið
Hellismunninn, hálffullur af sandi. — The sand-filled mouth
of the cave Hallmundarhellir.
er aðeins ein steinaröð, og taka steinarnir vart upp fyrir botn flets-
ins, sem er nokkuð hnökróttur á að liggja. Allur er frágangur fletsins
hinn lögulegasti.
Innan við fletið er gerð lítil kró. Hún nær jafnlangt fram á hellis-
gólfið og fletið, en hvergi út að hellisveggnum. Króin er að innan-
máli nær 1.20 m löng og 0.75 m breið fremst, en bogadregin hleðsla
er að innra horni hennar. Virðist kró þessi óhæf sem svefnstaður, og
er alls óljóst til hvers hún hefur verið notuð. Veggir króarinnar eru
allt að hnéháir, en hún er alveg opin fram á hellisgólfið.
Við syðra hellisvegg er afmarkað svo sem flet, með einfaldri steina-