Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1960, Page 76
80
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
ar, tekur það tæp 300 ár að mynda slíkan skafl og þó líklega meira,
þar eð búast má við, að á þessum slóðum sé sandfokið minna fyrst,
en fari vaxandi síðar. Þannig háttar nefnilega til, að hér er ekki um
uppblástur að ræða, heldur stafar þessi foksandur frá Eiríksjökli og
berst hann úr austri og landsuðri jafnt og þétt lengra út í hraunið,
en hellirinn er ekki langt frá norðurmörkum sandfoksins.
Um tíu mínútna gang nær Syðra Sauðaf jalli í sömu stefnu „er dá-
lítil skál í hrauninu, sporöskjulöguð. Skálin er með grjótbörmum,
Steinsettur svefnbálkur í Hallmundarhelli. —
The sleeping bunk in tlie cave.
sem sums staðar eru þverhníptir efst. í þeim enda skálarinnar, sem
veit að Eiríksgnípu, er dálítill hellir. Hellisopið er 15—16 m (vítt)
og dýpt hellisins inn í botn um helmingi lengri. Hellisgólfið er all-
miklu lægra en í skálinni fyrir utan, en miðbik skálarinnar er um það
bil eins djúpt. Allt hellisgólfið er stórgrýtt. Yið austurhlið hellisins
eru hlaðnir tveir veggir, sem mynda eins og þríhyrning við vegg
hellisins rétt innan við opið. Hleðsla þessi er mjög mosavaxin og um
það bil hnéhá og virðast hafa verið dyr móti hellisopinu. Dyravegg-
urinn var um 2,6 m og hinn veggurinn ívið lengri. Berghlið þríhyrn-
ingsins var um 2,6 m.“ (Ólafur Briem.)