Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1960, Side 79
ÓLAFUR BRIEM:
TÓTT I BJARNARFIRÐI
Sú tótt í Strandasýslu, sem nú ber greinilegust merki þess að hafa
verið bústaður sakamanns, er í botni Bjarnarfjarðar nyrðra. Um
þessa tótt eru engin munnmæli til, því að hún var ókunn, þar til Eirík-
ur Guðmundsson, er lengi bjó í Dröngum, fann hana eigi alls fyrir
löngu. Eiríkur gat þess til, að tóttin væri handaverk Fjalla-Eyvindar
frá þeim tíma, er hann fór huldu höfði í Strandasýslu. En áður en
farið er út í þá sálma, er rétt að lýsa nokkuð tóttinni og umhverfi
hennar.
Nálægt botni Bjarnarfjarðar nyrðra á Ströndum gengur lítið nes
að sunnan norður í fjörðinn. Það heitir Langanes. Innan við það eru
tvö gil samsíða, og heitir hið innra og meira Langanesgil. Milli gilj-
anna eru mörg klettabelti hvert upp af öðru með flötum syllum á
milli allt upp á brún hálendisins. Allhátt í brekkunni undir einu
klettabeltinu rétt við Langanesgil er kofarúst. Á bak við hana er
kletturinn um 6 m hár, en fast fyrir neðan hana er allbrött brekka.
Kofinn er byggður meðfram klettinum, sem er annar langveggurinn.
Lengd kofans er frá suðvestri til norðausturs. Vel sést móta fyrir hin-
um langveggnum, sem var um einn metra frá klettinum og var um
4,20 m langur. En uppistandandi hleðsla kom ekki í ljós, fyrr en kof-
inn hafði verið grafinn upp. Inni í rústinni var mikið af stórum hell-
um og talsverðar spýtnaleifar, sem voru greinilegar leifar af þaki.
Ekki sást móta fyrir göflum.
25. júlí 1955 gróf Gísli Gestsson tóttina upp, og kom þá uppistand-
andi hleðsla í ljós. Meðfram langveggnum suðvestanverðum virðist
hafa verið flet kofabúa, og þar voru talsverðar leifar af vefnaði, bæði
einskefta og með vaðmálsvend. I suðvesturendanum var lítið opið
eldstæði með ösku og við hliðina á því botn af trédalli og töluvert af
gyrði. Einnig var þar mikið af selsbeinum og einn sauðarleggur.
Greinilegt er, að dyrnar hafa verið að norðaustanverðu.
Uppgröfturinn leiddi í Ijós, að búið hefur verið í kofanum. Hafa