Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1960, Síða 81
TÓTT 1 BJARNARFIRÐI
85
haustið 1762 og eyðilögðu allan vetrarforða hans, flýði hann norður
á Strandir og fór þar huldu höfði næsta vetur og var borinn þeim
sökum, að hann lægi á fjöllum uppi og stundaði þjófnað og grip-
deildir. Vorið 1763 var hann tekinn höndum af Sigurði Sigurðssyni,
settum sýslumanni í Strandasýslu, en strauk þaðan ári síðar. Hvergi
er greinilega sagt, hvar Eyvindur hafi verið, er hann var tekinn.
í Grímsstaðaannál segir svo: „Þjófar tveir teknir á Dröngum í Tré-
kyllisvík, Eyvindur og Abraham að nafni; höfðu stolið víða um land-
ið, höfðu yfir gengið líkast stigamönnum; það var skömmu eftir
páskana“ (Annálar III, bls. 691). Handtöku þessarar er nokkru nán-
ar getið í tveimur bréfum frá amtmanni um fangahaldsmál Halldórs
Jakobssonar. í fyrra bréfinu, sem dagsett er 6. ágúst 1763, kveðst
amtmaður hafa heyrt, að Halldór sýslumaður haldi á heimili sínu
sem vinnumann og láti ganga járnalausan Eyvind nokkurn, er lagzt
hafi út á fjöll og leynzt þar í helli ásamt konu og öðrum nafnkennd-
um stórþjóf næstliðinn vetur, hafi Eyvindur verið handsamaður af
sýslumanni í Isaf jarðarsýslu og fluttur til Halldórs sýslumanns. í
síðara bréfinu, sem dagsett er 14. jan. 1765, skipaði amtmaður Jón
sýslumann Eggertsson sækjanda í málinu gegn Halldóri Jakobssyni,
en skýrir um leið frá því, að Eyvindur og Halla Jónsdóttir, kona
hans, hafi verið tekin á f jöllum í Strandasýslu 1763 og færð Halldóri
sýslumanni, hefðu þau lifað á þjófnaði og Halla alið barn þar á fjöll-
unum og hafi það fundizt dautt undir steini skammt fyrir utan kof-
ann, sem þau bjuggu í.
Langt er frá því, að þessar heimildir sanni, að Eyvindur hafi verið
tekinn í kofanum í Bjarnarfjarðarbotni. En ekki er annar staður
líklegri. Kofinn er í Drangalandi, og Drangar er hið næsta byggða
ból þaðan. Einnig er hann á fjöllum í Strandasýslu. Allar líkur benda
því til, að Eiríkur Guðmundsson, er lengi bjó á Dröngum, hafi getið
rétt til, er hann gekk fram á kofa þennan í smalamennsku fyrir
nokkrum árum og hugði hann vera bústað Eyvindar.
(Áður prentað í samhengi við lýsingu annarra minja á Ströndum í bók höf-
undar Útilegumenn og auðar tóttir.)