Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1960, Síða 84
88
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
meira né minna en þrisvar í heilu líki á Ijósmynd í þessari bók (raun-
ar nr. 13 aðeins tvisvar), auk fjölmargra smáatriðismynda. Mynd-
irnar af einstökum atriðum eru alveg framúrskarandi góðar, lengra
verður naumast komizt, en heildarmyndirnar af fjölunum sýna ekki
allt, sem á þeim er, og það er eflaust erfitt að láta það allt koma fram
á ljósmynd, svo máð sem sumt af því er, nema þá með mjög mörgum
smáatriðismyndum af hverri f jöl, en slíkt hefði orðið alveg óviðráðan-
legt. Og reyndar líka alveg óþarft, því að það er mjög auðvelt að
gera heildarmyndir af þessum fjölum og láta þó hvert einasta smá-
atriði sjást til fullrar hlítar, hvert hið minnsta hnífsbragð, og það
þótt myndina þurfi að sýna í bók í tiltölulega smáu broti, í smáum
mælikvarða, þótt slíkt komi ekki hér til greina. Þetta er mjög auð-
velt að gera — með uppdrætti, teikningum. Skurðtæknin á Bjarna-
staðahlíðarfjölunum er þannig, að mjög liggur beint við að gera slíka
uppdrætti, og ég tel það yfirsjón af höf. að gera það ekki. Það hefðu
verið góð skipti að fá slíkar teikningar í staðinn fyrir eitt af þremur
ljósmyndasettum bókarinnar, og er mér þó fjarri að gera lítið úr gildi
Ijósmynda. I þessu tilviki hefðu bæði átt að vera Ijósmyndir og upp-
drættir. Heildarmyndin nr. 39 hefði gjarnan mátt vera teiknuð, en
einnig hefði vel komið til álita að hafa teiknaða mynd hliðstæða við
ljósmyndina af hverri einstakri fjöl. En þannig hefur nú til tekizt, að
ærið mörg hin smæstu atriði, sem oft geta verið mjög veigamikil til
skilnings og endursköpunar hinnar fornu myndar, sjást alls ekki á
neinni mynd í þessari myndauðgu bók. Ég kem ögn að þessum ann-
marka síðar, og það verður að segjast eins og það er, að hann mun
töluvert torvelda fræðimönnum að fást við þessar fjalir eftir bókinni,
og það er illa farið, einkum af því að auðvelt var úr að bæta.
Annað vil ég nefna í sambandi við myndirnar. Tilvitnanir til
mynda eru auðveldar og þægilegar, það er skemmtilegt og notalegt
að tilvísunartölurnar eru dregnar út úr málinu og hafðar á spássíu.
Hitt torveldar aftur á móti notkun bókarinnar allverulega, að númer
eða einkennistölur þær, sem höfundur hefur gefið fjölunum, 1—13,
standa ekki við myndirnar af þeim aftan við lesmálið. Sérstaklega
hefði þetta verið nauðsynlegt um heildarmyndina nr. 39. Þar hefði
þurft að vera númer við hverja fjöl. Sá sem í alvöru les textann og
skoðar myndirnar um leið og fylgist með hvoru tveggja jöfnum hönd-
um rekur sig undir eins á þetta, og fleirum mun áreiðanlega fara
eins og mér að sjá sig tilneydda að skrifa þessi númer inn á mynd-
ina 39. Segja má, að maður sé ekki of góður til þess, en bókin er of