Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1960, Side 96
100
ÁRBÖK FORNLEIFAFÉLAGSINS
vissu úr heimild, sem rekja má til máldagabókar Ólafs Rögnvalds-
sonar, hve stór Hóladómkirkja var á síðari hluta miðalda, og færa
má að því veigamikil rök, að hún hafi verið svipuð að stærð allt frá
dögum Jóns helga. Hún var á breidd 19 álnir (Hamborgarálnir,
0,57 m) eða um 10,85 m, og eflaust til muna stærri en aðrar kirkjur
biskupsdæmisins. I þessari kirkju væri sá flötur, sem dómsdagsmynd-
inni hæfði, innan á vesturvegg hákirkjunnar báðum megin við og
ofan við aðaldyrnar, eins og í Torcello og raunar eins og býzanzkar
dómsdagsmyndir eru settar víða í kirkjum, t. d. í Rússlandi og jafn-
vel Svíþjóð. Það skyldi nú ekki vera, að þessar frægu fjalir okkar séu
úr sjálfri Hólakirkju? Hóladómkirkja hefur aldrei brunnið, en hins
vegar tvisvar fokið, og fjalviður úr henni gat auðvitað verið fluttur
út um allt, ekki sízt þó á þær jarðir, sem dómkirkjan átti sjálf, en hún
átti lengi bæði Bjarnastaðahlíð og Flatatungu.
Ég varpa þessu fram ekki beinlínis til að gera það að minni skoðun
að sinni, heldur af því að mér finnst höf. um of bundinn við þá hug-
mynd, að dómsdagsmyndin hljóti að hafa verið í skála, því að a priori
er auðvitað sennilegast, að slík mynd sé í kirkju, enda veit höf. það.
En jafnframt er alltaf hægt að hugsa sér trúarlegar myndir í verald-
legum byggingum, svo að höf. er þar ekki í neinu kviksyndi. En ég
tel, að hér sé of umsvifalaust gripið til eins möguleika og reynt að
sanna hann án þess að benda nógu rækilega á það, sem í móti mælir,
eða aðra möguleika, sem mjög geta komið til greina líka. Höf. hefði
átt að athuga sinn gang enn betur, áður en hún staðsetti dómsdags-
myndina í skála, jafnvel þó að hún síðan hefði komizt að sömu niður-
stöðu og hér birtist; hana má á marga lund verja, þó að hún sé ekki
eins örugg og höf. vill. Ég skal aðeins nefna, þótt ég vilji ekki eyða
tíma í að útlista það, að hæð myndarinnar er einnig grunsamlega
mikil, ef hún hefur verið í skála.
5
Ástæðan til þess að höf. leggur svo ríka áherzlu á, að Bjarnastaða-
hlíðarfjalirnar séu upprunalega úr skálabyggingu, er a. m. k. að
nokkru leyti sú sannfæring hennar, að þær séu í rauninni frá Flata-
tungu og ættu því að réttu lagi að heita Flatatungufjalir. Þetta er
fyrir höf. svo stórt og öruggt atriði, að hún hefur látið bók sína heita
eftir því, Býzönzk dómsdagsmynd í Flatatungu, þó að allar fjalirnar,
sem nú eru til úr myndinni, séu frá öðrum bæ, Bjarnastaðahlíð. Það