Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1960, Blaðsíða 101
RÆÐA VIÐ DOKTORSPRÓF 16. JANÚAR 1960
105
mæla með því við Háskóla íslands að höfundur fái þann frama fyrir
hana, sem hún óskar eftir. Þetta verk er frumlegt og meginniður-
staða þess er áreiðanlega rétt, túlkunin á myndunum, og sú niður-
staða er alveg jafnmerkileg, hvort sem myndin var upphaflega í skála
eða kirkju, í Bjarnastaðahlíð eða Flatatungu eða jafnvel á Hólum, það
eru að vissu leyti allt aukaatriði. Þetta er miklu ýtarlegri rannsókn
en áður hefur verið gerð um þetta efni, og alveg nýjar sýnir opnaðar
í fornri íslenzkri listsögu. Það er alveg efalaust. að það munu þykja
nokkur tíðindi víða erlendis, þegar þangað spyrst um hina íslenzku
dómsdagsmynd. Sú sem nú gerir þau tíðindi heyrinkunn, á mikið
hrós skilið fyrir það. En því fer eflaust f jarri, að búið sé að segja hið
síðasta orð um þetta rannsóknarefni. Ég held einmitt, að þær rann-
sóknir séu nú að byrja, en að rit Selmu verði alltaf talið megin-
áfangi á þeirri leið, en margir fræðimenn eiga enn eftir að segja
sitt álit og þoka rannsókninni áfram hver fyrir sig. En til þessa rits
verður alltaf vitnað.
Höfundur þessarar bókar hafði skyggni til þess að sjá hinn rauða
stein í götunni, snarræði til þess að taka hann upp, skarpleik til þess
að skilja hvers virði hann var og hagleik til þess að semja að honum
umgerð, sem ber hann, þó að einhvern brest megi í finna eins og
öðrum mannaverkum. Mér er það mikil ánægja að óska frú Selmu
til hamingju með sinn rauða stein.