Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1960, Síða 102
ELLEN MARIE MAGER0Y:
ÍSLENZKUR TRÉSKURÐUR í SÖFNUM
Á NORÐURLÖNDUM
ii
GRIPIR í NORSKUM SÖFNUM
FORMÁLI
Skrá þessi er samin eftir sömu reglum og skráin yfir gripi af ís-
lenzkum uppruna í Nordiska Museet, Stokkhólmi, sem birtist í Ár-
bók 1955—1956 og 1957—1958. Gripirnir, sem hér eru skráðir,
eru 40 að tölu og geymdir í fjórum söfnum, í Historisk Museum við
Háskólann í Bergen (skammstafað HMB), í Norsk Folkemuseum á
Bygdþy (NF), Oslo Kunstindustrimuseum (OK) og í Drammens Mu-
seum (DM). Fjölda mörg önnur söfn í Noregi svöruðu fyrirspurn
minni á þá leið, að þar væru engir gripir af íslenzkum uppruna. En
áður fyrr voru miklu fleiri íslenzkir tréskurðarmunir í norskum söfn-
um. Frá 1930 hafa Þjóðminjasafni íslands verið gefnir margir gripir
af íslenzkum uppruna, bæði tréskurðarmunir og annað. Af þeim
komu um 160 tréskurðarmunir frá Norsk Folkemuseum árið 1930,
33 frá De Heibergske Samlinger, Sogns Folkemuseum, Amla, árið
1935, og 4 kom'u frá Oslo Kunstindustrimuseum árið 1954. Það er
ánægjulegt, að svo margir gripir skuli hafa komizt aftur til heima-
landsins, en á hinn bóginn er gott til þess að vita, að hin kynfasta og
sérkennilega íslenzka tréskurðarlist skuli framvegis eiga fulltrúa í
norskum söfnum.
Við samningu þessarar skrár hef ég notið mikillar góðvildar og
hjálpsemi af hálfu starfsmanna ofantalinna safna. Auk venjulegra
safnskráa hef ég stuðzt við skrá Matthíasar Þórðarsonar yfir íslenzka
gripi í erlendum söfnum (MÞ), einkum við ráðningu áletrana. Mynd-
irnar eru teknar af ljósmyndurum safnanna, nema annars sé getið.