Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1960, Side 103
ISLENZKUR TRÉSKURÐUR 1 SÖFNUM Á NORÐURLÖNDUM
107
Þorkell Grímsson safnvörður hefur þýtt skrána á íslenzku, og kann
ég honum miklar þakkir fyrir.
Nesodden, Noregi, 10. apríl 1958.
Ellen Marie Magerfly.
RÚMFJALIR
1. E. 2389. (HMB) Rúmfjöl úr furu. L. 105. Br. 16,5. Þ. 1.
2. Stór sprunga liggur langsum eftir fjölinni, og hafa dottið úr
stykki við sprunguna. Fjölin er annars óskemmd. Ómáluð.
3. Útskurður er á framhlið. Á miðju er hringlaga umgjörð, sem
markast af tveimur sammiðja hringum. Umgerðin er skorin út sem
samfelld röð af litlum tungum, með „naglskurði". Innan umgerðar-
innar er rist Ano, ártal og tveir ,,stórir“ latneskir skrifstafir. Undan
henni spretta tveir vafteinungar, sinn til hvorrar handar. Upphleypt
verkan. Dýpt skurðar er allt að 1 sm. Stöngulbreidd um 11/2—3 sm.
Þrír vafningar á hvora hönd, ekki alveg samhverfir. Innri útlínur eru
á stönglunum og rúðustrikuð þverbönd, fremur breið. Annars eru
þeir skreyttir löngum, bognum þríhyrningsstungum. Sams konar
stungur eru einnig á blöðunum. Blöðin eru löng og mjó og koma ýmist
fram í odd eða tungu. Þau mynda skúfa í „stöngulhornunum“. í
hverjum vafningi er uppundin grein. Við hvorn enda fjalarinnar
liggur þverborði með stórgerðri naglskurðarröð, en við hverja nögl
er ristur einn bogi eða tveir. •— Vel gert.
4. Ártal MDCCCVII 0: 1807.
5. Bókstafirnir tveir undir anno og ártali eru A. P.
6. Engar upplýsingar gefnar í skránni.
1. E. 2390. (HMB) Rúmfjöl úr furu. L. 99,5. Br. 18,3. Þ. 2.
2. Greinilega slitin. Hornin ávöl af sliti. Ómáluð.
3. Útskurður á framhlið. Áletrun liggur eins og rammi meðfram
öllum brúnum fjalarinnar. Upphleyptir latneskir stafir með stökum
gotneskum stöfum á milli. Á innfletinum: Fyrir miðju liggur hringur
utan um þrjá bókstafi og mynda nokkrir litlir blaðflipar uppfyllingu
í hringnum. Út frá honum gengur sinn vafteinungurinn til hvorrar