Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1960, Qupperneq 105
ISLENZKUR TRÉSKURÐUR I SÖFNUM Á NORÐURLÖNDUM
109
grunnristir og breiðir eins og það. Yfir ártalinu og undir er áletrun,
ein lína hvorum megin, með stökum, ristum skrifstöfum. Hún hljóðar:
Hædstur drottin himnum á, heirdu beidni myna
settu mini hvylu hjá, heilaga Eingla þyna.
6. Engar upplýsingar í skránni.
1. E. 2392. (HMB) Rúmfjöl úr furu. L. 94,5. Br. 18,4. Þ. 1,6.
2. Dálítið slitin. Nokkrar litlar sprungur eru í fjölinni og eins
hafa kvarnazt úr henni smástykki. Hún hefur verið söguð nálægt
miðju, og þar vantar hluta, en bútarnir hafa síðan verið skeyttir
saman með nöglum. Ómáluð. 52. mynd.
3. Útskurður á báðum hliðum. Rammi er utan um skrautverkið
52. mynd.
báðum megin, en innfletinum er deilt í hliðstæða reiti, þrjá á annarri
hlið, fimm á hinni.
Á þeirri hlið sem ber þrjá skrautverksreiti er til vinstri ferhyrnd-
ur reitur, innan í allmörgum ferhyrndum römmum, og er á reitnum
hringur með gegnskornu blómi. Reiturinn er til hægri og vinstri þak-
inn litlum, samhverfum skreytishlutum, og má þar sjá stöngul, þrí-
skipt blöð, kílskurð og naglskurð. Á hægri enda f jalarinnar er einnig
ferhyrningur með hring, og hér er gegnskorinn kross í hringnum
(hjólkross). Sitt hvorum megin við hringinn eru þrjár láréttar línur.
Upphleyptir latneskir bókstafir og tölustafir eru í efstu og neðstu
línu. f miðlínu eru lóðréttar skorur með eins konar skipaskurði, tvær
á hvora hlið. Á miðfleti: Áletrun með upphleyptum latneskum bók-
stöfum í þremur línum. I neðstu línu er anno og fyrri hluti ártals, en
síðari hluti þess er á reitnum til hægri.
Á þeirri hlið sem ber fimm reiti er hjólkrossinn til vinstri, en hér
er hann umluktur tveimur sammiðja hringum. Milli hringanna er
áletrun, mynduð af upphleyptum latneskum bókstöfum. Reiturinn er
hér nálægt því að vera ferningur. Svo á að heita, að rúm sé fyrir