Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1960, Blaðsíða 106
110
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
lítið, lóðrétt teinungsmunstur sitt hvorum megin við hringinn (þrí-
skipt blað í hverju horni, stönglar og dálítill kílskurður). Svipaður
ferhyrningur með áletrun og sama teinungsmunstri er bæði á miðri
fjölinni og lengst til hægri. Til hægri kemur svo gegnskorna blómið
innst á reit. Á ferhyrnda reitnum á miðri fjöl stendur innst (I)ESUS,
með tveimur þrískiptum blöðum fyrir ofan og neðan. Á reitunum til
beggja handa eru tvær höfðaleturslínur. — Vel unnið. (Sterkur
svipur með rúmfjöl nr. 7958 með ártalinu 1681 og fleiri gripum í
Þjms.)
4. Ártalið er 1670.
5. Áletrunin. Virðist vera sálmur. Hún er torráðin, því það vant-
ar hluta í fjölina. En líklega á að stafa sig fram úr henni í samhengi
frá vinstri til hægri, enda þótt nokkrir stafanna standi í hring, aðrir
í beinum línum, sumir þeirra séu latneskir, en aðrir með höfðaletri.
-f-|DROTTENN|SIE dir|.. . .N|SCIR|SOFID| liuf|til| + |SALAR|ANjKlFí
lifslogl SAMHVGA|SI|
DAG|OG|NOTT|D d|uc.
IM
MB
VACID.
.ESUS
| -f-1SID | FROM | SORGAR | LAVS. .
RG | ÆTID | OG | STANDE | OS..
TRV|HREIN| -þ | jlLLVGE BS.
6. Skráning: í safni frá Islandi, sem komið var upp af S. Trom-
holt. Keypt til HMB árið 1884.
. STO
.EGGA
. N016
70
HE
1. E. 2393. (HMB) Rúmfjöl úr furu. L. 107. Br. 19. Þ. 1,8.
2. Óskemmd. Á framhlið sjást leifar af blárri, rauðri, grænni og
okkurlitri málningu (grunnurinn blár). 53. mynd.
53. mynd.
3. Brúnir strikheflaðar báðum megin. Útskurður á framhlið. Hún
er skreytt með jurtarteinungi, upphleyptum. Er hann 2—3 mm á
hæð, sprettur fram úr rótföstum blöðum í horni fjalarinnar og fer
í öldum út að hinum enda hennar. Myndar þrjár aðalbylgjur. Breidd
stöngulsins er frá um li/> til um 3^/2 sm. Á honum er djúp og þrótt-