Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1960, Page 108
112
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
um við hringana. Milli hringanna eru höfðaleturslínur meðfram efri
og neðri fjalarbrún. Jurtaskraut í innreitunum. Skrautið er nánast
úr tvöföldum teinungum, þar sem stönglarnir liggja hver um annan
þveran, en á hverjum stöngli eru þrjár bylgjur. Upphaf stönglanna
og endir leynast. Eins og hringarnir og fangamörkin eru stönglarnir
ávalir að ofan. Þeir eru nokkuð slitnir, en þó sér móta fyrir þver-
böndum. Á skjaldreitunum, sem myndast þar sem stönglarnir sker-
ast, eru blaðskúfar, einn fyrir báða stöngla, flestir af pálmettulögun.
Hin einstöku blöð eru að nokkru leyti holuð. Meðfram brúnum inn-
flatarins hefur þríhyrndum blaðflipum verið komið fyrir til uppfyll-
mgar. — Allgott verk.
4. 1793.
5. Fangamarkið í miðhringnum: I H S. í hinum tveimur: Th IS
og GGD.
Höfðaleturslínurnar:
þeimsemhuilaiþes sarisæng/þriotigi
ioruollpina/latigu dsinuernduæng/u
MÞ bætir við: (ið þeim jafnan skína [?]).
í hornunum utan við hringana: AN Ch ri 1 7
NO st y 9 3
6. I „Innf. b. 1“ stendur: íslenzk. Kom í safnið ?•/11. 25. í varð-
veizlu fyrir Vestlandske Kunstindustrimuseum. Á bakhlið fjalarinnar
er skrifað með bleki: keypt 12. ágúst 1898.
1. 15—10. (NF) Rúmfjöl úr furu. L. 104. Br. 22. Þ. 2,4.
2. Óskemmd, með leifum af málningu. Rauðar brúnir, en annars
staðar er fjölin fölgul. Hún virðist hafa verið gul á annarri hlið,
en hvít eða rjómagul á hinni. 54. mynd.
3. Upphleypt teinungsskreyti báðum megin. Skrautverkið er 1
ramma, sem er mjór og sléttur á fjalarendunum, breiðari við lang-
5í. myncL.