Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1960, Blaðsíða 110
114
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
á elrilauf. Yfirleitt er miðtaugin upphækkuð, en hliðartaugar inn-
skornar. Eitt blómanna er með bjöllulagi, ein stór rós er á teinungn-
um og einn berjaklasi. — Heildarsvipurinn er góður. Vinna á ein-
stökum atriðum er dálítið hirðuleysisleg. Málningin veldur því, að
handbragðið virðist allt viðvaningslegra.
4. „Anno 1883“ í neðri höfðaleturslínunni.
5. Áletrun:
BlESSa þu Drottinn Bæ oG liD BleSSa oSS nu oG alla tiD BleSSan
þina oS
S BreiD þu a BleSSuD uerdur oSS Kuildinn þa anno 1883
G. WiBorG rme
Fangamarkið: Samfléttaðir bókstafir, líklega GHWB (þannig lesn-
ir í skránni líka).
6. Innfærslubók: 29/1 1910. ísafjörður. Carl F. Herlofsen,
Vrangen. G. T.
1. 3002. (OK) Rúmfjöl úr furu. L. 104,5. Br. 19. Þ. um 2.
2. Óskemmd. Ómáluð.
3. Gegnskorið teinungsskrautverk, fullunnið öðrum megin í
grunnt strikuðum ramma. Frá lóðréttri miðlínu ganga samhverfir
stönglar til beggja handa. Miðjan er gerð úr fáeinum smáblöðum,
sem er þannig fyrir komið, að þau verka eins og upprétt jurt. Tvær
hliðargreinar mynda hjarta. Tvær mynda teinungana, sem hvor er
í þremur bylgjum. 1 hverri bylgju eru þrjár hliðargreinar, sem vefj-
ast misjafnlega þétt og fylgjast að á kafla, svo öll bylgjan verkar eins
og stór undningur. Greinarnar enda ekki í kringlóttri útvíkkun eins
og títt er, heldur í eins konar krók. Á einum stað er lítill blaðskúfur
í stað króks. Breidd stöngulsins er yfirleitt um 1—2 sm. Allir hafa
stönglarnir rista miðlínu, og annar stöngulhelmingurinn er ofurlítið
lægri (íhvolfur). Þverbönd með skáskorum eru í nánd við greina-
mót. Smáblöð miðjurtarinnar rist eftir miðju. Litlar skorur eru á
víð og dreif eftir ytri brún stöngulsins. Eiga þær sennilega að tákna
blað, sem liggur þétt meðfram honum. — Laglegt verk. (Mörg sam-
merki með útskurðinum á kistli nr. 1968 í Þjms. Stönglar mynda
hjarta. Rist miðlína á öllum stönglum, dálítil hvilft á báðum helm-
ingum stönguls. Upphækkuð, skáskorin þverbönd.)
4. Ártal ekkert.