Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1960, Qupperneq 112
116
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
1. 0. 53—18. (NF) Kistill úr furu. Hin algenga tilhögun, með
hjörum, flötu loki og okum undir gaflbrúnum loksins, þar sem þær
skaga fram yfir gaflana. L. 27,3. Br. 16,5. H. 14,3.
2. Lokið dálítið sprungið og lasið. Leifar af rauðri og grænni
málningu á lokinu, en leifar af grænni málningu á framhliðinni.
3. Útskurður á þremur hliðum og ofan á lokinu. Útskurðurinn
líkist uppdrætti með fremur grófum, ristum línum, því grunnflötur-
inn er yfirleitt á hæð við skreytið. Lokið: Meðfram frambrún er röð
af mjög einfölduðum kaðalböndum (eins og röð tígla, þar sem tvö
hvössustu hornin eru sneidd af). Meðfram báðum gaflbrúnum er
bekkur með krákustíg og kílskurði. Meðfram bakbrúninni liggur
bekkur með skáskorum, tveimur og tveimur saman. Innflötur loksins
er fylltur átta samanþræddum hringum. Hringgjarðirnar eru um
1 sm á breidd, flatar að ofan, með innri útlínum. Grunnurinn rúðu-
strikaður. Framhliðin: Bekkjarammi utan um hinn útskorna flöt.
Skrautbekkurinn að ofan er gerður úr einfölduðum kaðalsnúningum,
en sá neðri úr skáskorum, eins og þeim sem eru á lokinu. Bogaröð
á hvorum hliðarbekk rammans, myndast röðin úr úrhvelfdum tung-
um. Fletinum er skipt í tvennt frá miðju með lóðréttum bekkjum.
Báðum megin við miðbekkinn, sem er alsettur skáskorum, eru bekkir
skreyttir íhvolfum skorum, eins og eftir hvolfjárn, en þær munu þó
skornar út með hníf. I hvorum hinna tveggja reita er „frumstætt"
andlit inni í hring. Augabrúnir og skegg mörkuð með ristum línum.
Undir þessum grímum eru kílskurðarbekkir, meðfram rammanum.
Fyrir ofan grímurnar fáein margflipa blöð. Annar gaflinn er skreytt-
ur bandfléttuverki (entrelac) úr rúmlega 1 sm breiðum böndum.
Reglubundin „hornlínuflétta". Á hinum gaflinum myndar band, sem
er um íi/>—21/2 sm á breidd, valhnútsmunstur. Lítill bandhnútur á
ferhyrningum við miðju. Annars rúðustrikun á millireitum. — Gróf-
ur útskurður.
4. Ártal ekkert.
5. Áletrun engin.
6. Innfærslubók: „7/3 1918. Universitetets oldsaksamling. Dep.
u. nr. u. sted, antag. islandsk.“