Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1960, Page 114
118
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
eins skreytt meS þeim. Stafir þessir ofan á lokinu hafa líklega legið
eins og H, en nú vantar mikið af þeim. Allar þverrimarnar og fyrr-
nefndir okar báðum megin við lokið hafa upphleyptan vafteinung,
sem er eins alls staðar. Einföldun skreytiforma. Dýpt skurðarins
3—4 mm. Stöngullinn um 5 mm á breidd. Ávalur að ofan, sléttur.
Eitt blað fyllir upp í teinungsbylgju. Blaðið þríflipa, alsett litlum
rúðum á miðflipa, og er með þríhyrndri bátskurðarstungu á fremsta
flipa. Sama munstur alls staðar. — Vel og örugglega unnið.
4. Ártal ekkert.
5. Á okunum fremst og aftast á lokinu stendur með ristum latn-
eskum bókstöfum: ELSABET THEI
TSDOTTER A
LARINN
6. Engar upplýsingar í skránni.
1. E. 2397. (HMB) Lár úr furu. (Miðspeldið á einni hliðinni er
úr eik.) Að flestu leyti venjuleg tegund. Göt fyrir tappa úr loki á
tveimur hornstuðlanna. Lárétt þverskurðarmynd þeirra er ferningur
með afsneiddum hornum. Hnúðar efst á stuðlunum. Hliðarnar eru úr
þremur láréttum speldum (annar gaflinn úr fjórum). Þetta er ekki
hin vanalega tilhögun. L. 29. Br. 22. H. (hornstuðla) 23.
2. Dálítið gisinn. Lokið og eitt botnspeldi vantar. Ómálaður.
3. títskurður á hornstuðlunum og á öllum f jórum hliðum. Á stuðl-
unum eru smágerð, reglubundin munstur, mynduð úr alllöngum hvolf-
járnsskurðum. Svipaður útskurður á þverrimum gaflanna og á neðstu
þverrimum langhliðanna. Miðhlutar hliðanna (lárétt speldi) hafa
lista eftir endilangri framhlið með skrautbekk úr hvolfjárnsskurði
og litlum skörðum. Tvö efstu speldi langhliðanna hafa einnig skraut-
bekk með hvolfjárnsskurði. Auk þess er rist fangamark á annað, en
á hinu er upphleypt vafteinungsskreyti. Neðst frá miðju speldinu
ganga samhverfir teinungsstúfar til beggja handa. Tvær bylgjur á
hvorum. Hið upphleypta skreyti er 1—3 mm á hæð. Stönglarnir um
1 sm á breidd. Flatir og með innri útlínum. Allar bylgjurnar eru fyllt-
ar blaðskrauti (uppundin hvöss blöð og smágreinar, sem vefjast í
undning). — Þokkalega unnið.
4. Ártal ekkert.
5. Fangamarkið: P Ö D
6. Engar upplýsingar í skránni.