Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1960, Page 117
ÍSLENZKUR TRÉSKURÐUR 1 SÖFNUM Á NORÐURLÖNDUM
121
bekkur liggur þvert yfir lokið aftan við áletrunina. Rist skálína og
tvær þríhyrndar bátaskurðarstungur báðum megin við hnappana
tvo. — Laglegur útskurður, en nokkuð misjafn.
4. Ártal á loki: mdccclxviii o: 1868.
5. Áletrun á hliðum: ingun/þordar/
dot
te
raþennannpriona
6. Engar upplýsingar í skránni.
1. 0. 58 —18. (NF) Prjónastokkur úr furu. Hérumbil kringlótt-
ur í þverskurð. Eintrjáningur. Rennilok. L. 27,4. Þvermál 4.
2. Lítið sem ekkert skemmdur. Ómálaður.
3. Einfaldur útskurður. Kílskurðarröð á báðum brúnum loksins.
Rist lína meðfram þeim að innan og eftir miðju loki röð af deplum
með um íy^ sm millibili. Stokkurinn skiptist í þrjá bekki langsum,
í hverjum bekk eru ristar skálínur með naglskurði á miðju, litlum
þríhyrndum stungum á báðum endum og deplum á milli. — Fremur
hirðuleysislega unnið.
4. Ártal ekkert.
5. Áletrun engin.
6. Innfærslubók: „7/3 1918. Fra Universitetets oldsaksamling.
Dep. u. nr. u. sted, antag. islandsk.“
SPÓNASTOKKAR
1. E. 9 — 11. (NF) Spónastokkur úr beyki. Ferhyrndur í þver-
skurð. Eintrjáningur. Gaflarnir bogmyndaðir og með innskotum.
(En að innan er stokkurinn rétthyrndur.) Hverfilok, sem er eins í
laginu og stokkurinn, er fest við annan endann (nú með málmskrúfu).
L. 43,5. Br. 10. H. (með loki) 8,6.
2. Óskemmdur. Ómálaður.
3. Útskurður á lokinu og á báðum langhliðunum. Upphleypt jurta-
skreyti, dálítið mishátt, hæst um 3 mm. Allir stærri stönglar með
rúðuröð eftir miðju. Blöðin margskipt, af rómanskri gerð. Stilkar
þeirra með innri útlínum eða ristri miðlínu. Lokið: Yið báða enda