Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1960, Page 119
ÍSLENZKUR TRÉSKURÐUR 1 SÖFNUM Á NORÐURLÖNDUM
123
Upphækkaður miðbálkur (kambur) tengir útvíkkanirnar þrjár. L. 37.
Br. 7,5. H. (með loki) 9,5.
2. Dálítið maðksmoginn. Læsingárútbúnaður loksins ónýtur, aðal-
lega vegna þess að trétyppið vantar. Einnig er brotið af stykki við
dældina á dýrshöfðinu, þar sem lokinu var fest. Annars óskemmdur
með öllu. Leifar af hvítri, gulri (eða grænni) og rauðri málningu á
hinum útskornu línum. 57. mynd.
3. Útskurður alls staðar að utan, nema á mestum hluta neðra
borðs. Dýrshöfuðið: Sporbaugótt augu, með allmörgum ristum spor-
57. mynd.
baugum í kring. Sams konar endurtekning á boglínum nasanna. Eyru
og ýmisleg munsturform á lóðréttu hliðunum. Raðir úr kílskurði,
rúðustrikun og skáskorustrikun. Maðurinn ber stóran kraga um háls-
inn, er skeggjaður og með stallklippt hár. Neðan á dýrshöfðinu: All-
djúpar, samhliða skorur, sem koma saman fremst. Neðra borðið á
sjálfum stokknum (að frátöldu dýrshöfðinu og afturhlutanum) er
afsneitt á brúnunum. Þar er kílskurðarbekkur (á útvíkkuninni hjá
dýrshöfðinu), krákustígsmunstur (meðfram beinu hliðunum) og ein-
faldaður teinungur (kringum hina útvíkkunina). Ofan á lokinu:
Gegnskorin munstur yfir báðum útvíkkununum, og þar er á báðum
stöðum kross inni í tveimur sammiðja hringum. Út frá hornum kross-
ins greinast geislastæðir stönglar. Krossarmarnir skiptast einnig í
tvö stöngla fyrir utan innsta hringinn. Út við brúnina tengjast
stönglarnir tveir og tveir og mynda stílfærð blöð. Krossarmurinn