Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1960, Page 121
ISLENZKUR TRÉSKURÐUR I SÖFNUM Á NORÐURLÖNDUM
125
hlutarnir, bókstafirnir og ártalið eru skreytt með þverböndum og kíl-
skurðarstungum, sem komið er fyrir tveimur og tveimur saman.
Innri útlínur alls staðar á bókstöfum og ártalinu. — Góður heildar-
svipur. Ekki vandað mjög til einstakra atriða.
4. 1773.
5. HEDA
6. Engar upplýsingar í skránni.
1. E. 2399. (HMB) Trafaöskjur úr furu. Kringlóttar. Trénaglar
og tágar. H. um 8. Þvermál (loksins) 21,3.
2. Óskemmdar. Botnplata og lokplata sprungnar eftir miðju.
Ómálaðar.
3. Útskurður á hliðunum og ofan á lokinu. Lágt upphleypt bók-
stafaröð utan á báðum umgjörðunum. Yfirleitt latneskir bókstafir
á umgjörð loksins og höfðaletur á umgjörð neðri öskjunnar. Jurta-
skreyti ofan á lokinu, einnig lágt upphleypt. Samhverfar greinar
spretta frá miðstofni til beggja handa. Þær vefjast allar í undning og
hafa innst kringlu. Fléttast sums staðar. Mörg blaðanna eru oddhvöss
og undin, tvö mynda spjótsodd. Á miðstofni er hleypt upp uppréttri
grein eða sjálfstæðum jurtarstöngli, sem rís undan þremur sköruð-
um blaðtungum. Fáein smáblöð spretta af stönglinum á báðar hliðar,
en hann endar efst á hjai’ta, sem snýr broddinum upp á við. — All-
góð vinna.
4. MÞ les áletrunina á umgjörð neðri öskjunnar á þessa leið:
xmmþnRriadayll llBrn
o: annoMDCLXXXVII iidsm
o: 1687 2. d[ag] s[eptember] m[ánaðar]?
5. MÞ les áletrunina á umgjörð loksins á þessa leið:
yLT3yRRLtWSBZRþMXCRhyMXS
o: vigfussigurdssonaeskunar
6. Engar upplýsingar í skránni.
1. E. 2400. (HMB) Trafaöskjur úr furu. Kringlóttar. Trénaglar,
tágar. H. 9. Þvermál 21.
2. Neðri askjan lítið skemmd. Allstórt stykki hefur brotnað úr
umgjörð loksins. Naglar dottnir úr. Lokplatan sprungin og saumuð
saman með seglgarni. Flísar dottnar úr brúnunum. Ómálaðar.
3. Útskurður utan á umgjörðunum, ofan á lokinu og neðan á
undiröskjunni. Röð af stóru höfðaletri á báðum umgjörðum. Botninn