Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1960, Page 123
ISLENZKUR TRESKURÐUR í SÖFNUM á NORÐURLÖNDUM
127
(MÞ segir um næstsíðasta orðið: sic, e hefur gleymst og verið sett
síðan í s-ið.)
6. Engar upplýsingar í skránni.
1. E. 2Jf01. (HMB) Smjöröskjur. Fura í botnplötu og lokplötu,
eik í umgjörðunum. Kringlóttar. H. um 6. Þvermál 12.
2. Óskemmdar. Svolitlar leifar af rauðri málningu. 58. mynd.
3. Útskurður aðeins ofan á lokinu. Ein stór sexblaðarós með
frekar grunnum bátaskurði. Hringur, svipaður festi, sker alla arm-
ana. Kílskurðarbekkur meðfram brúnum loksins. — Vel unnið.
4. Ártal ekkert.
5. Áletrun engin.
6. Engar upplýsingar í skránni.
ASKAR
1. E. 2402. (HMB) Askur úr furu (lokið úr birki?). Venjulegt
asklag. Bumbuvaxnar hliðar, gjörð að ofan, neðan og um miðjuna.
Tvö eyru, frameyra og uppistaða. Hlýrar loksins leika um þoll á uppi-
stöðunni. Lokið er ofurlítið kúpt. H. 11. Þvermál (án eyra) 14,5.
2. Fáein smástykki hafa brotnað úr lokinu og neðst úr stöfunum.
Annars óskemmdur. Ómálaður.
3. Útskurður ofan á lokinu. Aðallega á belti sem liggur þvert yfir
lokið. Á miðju þessu belti er lítil og mjólaufuð bátaskurðarstjarna
(sexblaðarós). Utan um rósina liggja sammiðja skrautbekkir, einn
með kílskurði, annar með lengri skorum, hvössum, og yzt er röð þrí-
hyrninga með afsneiddum hornum. Þeir eru mjög lágt upphleyptir,
innan í þeim er þríhyrnd bátaskurðarstunga. Annars ferhyrndir
reitir með svipuðum borðum. Mjög einfaldaðir kaðalsnúningar sjást
einnig og helmings bátaskurður. Á totuna framan á lokinu er rist ár-
tal. Meðfram brún loksins er smágerð kílskurðarröð. Eyrun nokkuð
tilskorin. — Þokkalega og snoturlega unnið.
4. 1804. (MÞ les 1864.)
5. Áletrun engin.
6. Engar upplýsingar í skránni.