Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1960, Síða 128
132
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
SALMN (sic f. ,,mín“) —ATSKIæRA (sic f. ,,ástk(j)æra“) HVAD-
FRAM--------ARH — EFþ — RVV (sic f. „hefur þú“) HER------------
AFADLa(ra). Á vinstri hliðina er letrað með höfðaletri: (v)algi —
(e)rdur — pall------dottir/AKieFlid/anno 1764.
6. Engar upplýsingar í skránni.
1. X. 11782. (HMB) Trafakefli úr furu. Uppundið handfang á
öðrum enda, dýrshöfuð á hinum. Við uppundna handfangið er skakk-
ur kubbur. Uppi á kubbnum er ferhyrndur flötur, sem er tengdur
dýrshöfðinu með háum miðkambi. Bæði kubburinn og dýrshöfuðið
renna smátt og smátt saman við sjálfa fjölina. (Bogmyndaður mið-
kafli.) L. 57. Br. 7,5. H. 8. 60. mynd.
2. Lítið skemmt, en ormétið, og það hefur kvarnazt úr hinu upp-
undna handfangi. Dálítið skafið á annarri hlið. Bæsað ljósbrúnt.
GO. myvd.
3. Alls staðar útskurður nema á neðra borði. Á uppundna hand-
fanginu eru fjórar samhliða skorur langsum. Dýrshöfuðið: Flöt
tunga. Tennur sýndar með litlum skörðum í varirnar. Neðan á höfð-
inu rákir, sem koma saman í odd fremst. Nokkrar samhliða boglínur
yfir nösum og einnig kringum augun. Eyrun bátskorin með ristri
línu í kring. Skreyti úr ristum línum er á hvorum vanga, það er beinn
jurtarstofn með blöð til beggja handa. Minnir á grenitré. Báðum
megin uppi á trénu eru skornar út áletranir með upphleyptum latnesk-
um bókstöfum. Öðrum megin er teinungsstúfur í framhaldi af text-
anum, næstum S-laga, og með þríflipa blaði í hverri bylgju. Ofan á
miðkambi eru einnig bókstafir, og á ferhyrningnum, sem er umluktur
bekk með litlum skörðum, er anno og ártal, og á milii þeirra lítill borði
úr mjög einfölduðum kaðalsnúningum. Efri brúnir kubbsins eru af-
sneiddar. Á báðum þessum hallandi flötum er skrautborði úr ská-
skorum og litlum skörðum. Á hinum lóðréttu hliðum kubbsins er eins
konar jurtaskreyti, flatt upphleypt. Breiður stöngull með innri útlín-
um, þverbandi og smágerðum kílskurði. í hornunum myndar stöng-