Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1960, Blaðsíða 129
ISLENZKUR TRÉSKURÐUR 1 SÖFNUM Á NORÐURLÖNDUM
133
ullinn lítinn teinungsstúf með fjórflipa blaði. Miðkambur keflisins
hefur gegnskorinn skrautteinung með sléttum stöngli og blaði í hverri
bylgju. í öllum blöðunum eru þrjár langar bátaskurðarskorur, sem
liggja eins og blævængur. — Dável unnið, en nokkuð fábreytilega.
4. Ártal 1696.
5. Áletrun:
KARETASHEITERKVINNANNSVSEMKIEFLINNAAD
EIGA/DOTTERIONSERDIGDAFRV
DRIPTINNFOFNNIRSTEIGA/
6. í Innfærslubók I, Bergens Museum, Den kulturhistoriske av-
deling stendur einungis: íslenzkt. Kom til safnsins ?/ll 25. Dep. av
Vestl. Kunstindustrimus. Við þetta númer og það næsta stendur
skrifað með blýanti: Dep. fra V. K. (En neðan á trafakeflinu stendur
skrifað með bleki 7/6 1893. Hlýtur að vera dagurinn og árið sem það
kom í V. K.)
1. 145—10. (NF) Trafakefli úr furu. Hönd á öðrum enda, sívalt
handfang á hinum (endar á hring og hnúð). Sjálft keflið af háu gerð-
inni. í það eru skornar ferhyrndar raufar bæði ofan frá og niður úr
og í gegn frá hliðunum, svo allt verður það eins og þrír teningar á
einni fjöl, tengdir efst með miðbálk og tveimur hliðarleggjum. L. 63,2.
Br. 8,2. H. 5,8.
2. Yfirleitt óskemmt. Fáein stykki brotin úr því, m. a. úr fingr-
unum. Ómálað.
3. Á höndina hefur ekkert verið skorið nema fáeinir bókstafir.
Sívala handfangið hefur tunguskorinn kraga innst (með hvolfjárns-
skurði) og í miðju hring með upphleyptum kaðalsnúningum. Aðal-
keflið er skorið út á báðum hliðum og að ofan. Miðbálkarnir tveir
hafa rist skreyti. Á þeim, sem er nær hendinni, eru tvær línur ristar
langsum og skástrik á milli þeirra, en hvolfjárnshvilft meðfram
brúnunum. Á hinum er mjór reitur í miðið með litlum hvolfjárns-
stungum og báðum megin skástrik. Annars upphleypt teinungs-
skreyti. Lítill vafteinungur á öllum mjóu reitunum. Lítil grein, sem
vefst upp í undning eða myndar þrískipt blað, fyllir upp í hverja
bylgju, nema á einum stað, þar sem allar greinarnar skera aðalstöng-
ulinn. Stönglarnir ávalir að ofan. Ekki skreyttir. Þessir litlu teinung-
ar renna alls staðar saman við skreytið á stærri reitunum, sem er
yfirleitt samhverft, að nokkru leyti með blöðum, sem líkjast akantus,
sumpart með holuðum smáblöðum. Helmingur stöngulsins lækkar í