Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1960, Síða 130
134
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
hvilft. Ristar taugar koma fyrir á blöðunum. Annars ekkert skraut.
Mjóir og sléttir rammalistar alls staðar meðfram ytri brúnum. —
Engin afbragðs vinna, en fjölskrúðugt verk.
4. Ártal ekkert.
5. Ristu bókstafirnir á handarbakinu eru: SBDA.
6. Innfærslubók: 2/2 1910. ísafjörður. Carl F. Herlofsen, Vran-
gen. G. T.
ÝMISLEGT
1. E. 239A. (HMB) Skáphurð úr eik. Ferhyrnd. Skráargat
vinstra megin, ummerki eftir hjarir hægra megin. L. 56. Br. 26.
Þ. 1,8.
2. Stykki hafa brotnað af brúnunum og eins vantar greinilega
allmikið neðan á hurðina. Yfirborðið mjög slitið efst og neðst. Hjarir
horfnar. Ómáluð. 61. mynd.
3. Útskurður á framhlið. Upphleyptur skurður, frá 2 upp í 5—6
mm á hæð. Efst þrír bókstafir, hver á sínum reit. Fremur stórir, með
miklu flúri og krumsprangi. Á reitnum fyrir neðan er stórt A mynd-
að úr jurtastönglum. Greinar á stönglunum teygjast út fyrir bók-
stafina og vefjast upp í undninga yzt. Flestir undninganna hafa lítið
oddhvasst hnakkablað. Stönglunum hallar yfirleitt frá annarri brún
að innri útlínunni á hinni brúninni. Fáein þverbönd liggja yfir
stönglana. Sums staðar eru þeir einnig skreyttir smáum bognum
skörðum, tveimur og tveimur saman. Næsti reitur fyrir neðan er
stærstur. Lítill upphleyptur ferhyrningur í öllum hornum. Á þá efri
eru ristir bókstafir, á þá neðri ártal. Annars er flöturinn fylltur stór-
um hring. Til vinstri í hringnum er mynd af manni, séðum að fram-
an, í næstum hnésíðum frakka, sem víkkar niður. Hnésíðar brækur,
stígvél. Hattur á höfði, ef til vill þríhyrndur. I hægri hendi langskeft
öxi. Með vinstri hendi heldur hann sverði á lofti og virðist tylla oln-
boganum á byssu. (MÞ segir: Ryssa hangir á vinstri framhandlegg.)
Höndin, sem heldur á sverðinu, smeygist milli hrammanna á ljóni,
sem stendur á afturfótum. Faxið táknað með miklum nagl-
skurði. Neðst í hringnum er rist: MaðuR að beRiast við Lion. Á
reitnum fyrir neðan hringinn er fugl á flugi (MÞ: veiðifálki) efst í
vinstra horni. Á miðju sést vangasvipur manns með hatt og sítt hár,