Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1960, Side 132
136
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
líklega á hestbaki. Heldur á mjög stórri öxi. — Vel út skorið. Eins og
oft vill verða er meira fjör í skreytinu en í myndunum.
4. 1777.
5. Bókstafirnir í efsta reit: LSS. Því næst áðurnefnt A og í
hringnum áletrunin, sem getið var. í ferhyrningunum fyrir utan
hringinn stendur: AO 17 77.
6. Engar upplýsingar í skránni.
1. 0. 55—18. (NF) Stokkur úr furu. Flatt lok og okar undir því
við gaflana. Tappalæsing, nú brotin, margir tappar á lokinu. Engar
hjarir. L. 23,8. H. 15,9. Br. 14.
2. Gisinn, og með nokkrum sprungum. Leifar af svartblárri
málningu, líklega ekki olíumálningu.
3. Útskurður á öllum fjórum hliðum og ofan á lokinu. Þótt út-
skurðurinn sé sums staðar djúpur, verkar hann fremur sem rist
skreyting en upphleypt. Meðfram brúnum loksins liggur krákustígs-
bekkur með lítilli pálmettu í hverjum þríhyrning. Á innfleti þrjár
höfðaleturslínur. Báðum langhliðum er skipt í tvennt milli horna með
stöngli. Á framhlið er stöngull báðum megin við þennan hornlínu-
stöngul, og vefjast þeir upp í undninga. Auk þess fáein margflipa
blöð. Flestir flipanna koma fram í tungu, með djúpskorinni miðlínu.
Bæði stönglar og blöð hafa innri útlínur og þverbönd. Á bakhlið eru
sömu frumhlutar, en þeim er ekki komið eins reglulega fyrir. Auk
þess eru þar tveir knappar með rúðustrikun. Gaflarnir líkjast mjög
hvor öðrum: Samhverft munstur úr tveimur stöngulvafningum með
fáeinum minni vafningum á milli og dálitlu blaðflipaskrauti. — Ekki
sérlega fínn útskurður.
4. Ártal ekkert.
5. Áletrun: fridgerdurf
ridriksdo
ttirastockinn
6. Innfærslubók: 7/3 1918. Universitetets oldsaksamling. „Dep.
u. nr. u. sted, antag. islandsk/*
7. Innfærslubók:------„inni tvö hólf, neðst skúffa með þremur
hólfum,----“. [Rétt að tvö hólf eru í stokknum. Skúffan hlýtur að
vera vandlega falin, ég get ekki fundið hana.]
1. E. 2408. (HMB) Parastokkur úr furu. Tígullagaður. Með
renniloki. L. 12,5. Br. 4,5. H. 4,6.