Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1960, Síða 133
ISLENZKUR TRÉSKURÐUR 1 SÖFNUM Á NORÐURLÖNDUM
137
2. Óskemmdur. Ómálaður.
3. Útskurður á öllum sex flötum. Á einn þeirra ristir þrír latn-
eskir bókstafir. Annars rist á stokkinn geometrískt skreyti. Flötun-
um deilt í rúður. Lítil skörð liggja þvert á línurnar. Kílstungur horfa
hver á móti annarri. Auk þess naglskurður. — Snyrtilega gert.
4. Ártal ekkert.
5. I E D
6. Engar upplýsingar í skránni.
7. Skrifað með blýanti í skrána, líklega af Matthíasi Þórðarsyni:
,,parastokkur“, „tígulstokkur“ undir króka og lykkjur (,,krókapör“)
og annað samskonar smádót“.
1. E. 2^12. (HMB) Ponta (tóbaksbaukur) úr mahogny. Sívalur
stútur og laus kringlótt töpp, annars er baukurinn fremur flatur í
laginu. Silfurhólkur utan um stútinn. H. 11,2.
2. Óskemmdur. Tappann vantar í stútinn. Ómálaður.
3. Lágt upphleypt teinungaskreyti á báðum hliðum. Allmikil
blaðamergð á stönglinum. Útsprungin blóm, rúðustrikuð á miðju og
rúðustrikaðir hnappar. Blöðin líkjast akantusblöðum og klofna í
flipa. Snúa yfirleitt hliðinni fram. Þar sem þau sjást útbreidd sjást
á þeim ristir strengir og þau minna á eikarlauf. Sumir flipanna lækka
örlítið í miðju. — Ágætlega unnið.
4. Ártal ekkert.
5. Áletrun engin.
6. Engar upplýsingar í skránni.
1. E. 2U13. (HMB) Snældusnúður úr furu. Hið venjulega lag
(eins og sneið af kúlu, með gati á miðju). Þvermál 7,2. Þ. 2.
2. Óskemmdur. Ómálaður. (Nokkrir svartir blettir á snúðnum
eru ef til vill leifar af málningu.)
3. Útskurður á kúpta hlutanum. Hnútur, sem myndast af tveim-
ur böndum, lögðum í sporbaugótt form, og einu sem líkist fjögurra-
blaða rós. Upphleypt verkan, en ekki skorið upp úr nema í hornun-
um. Böndin um 1 sm á breidd með innri útlínum og að nokkru leyti
skreytt kílskurðarstungum, sem snúa hver gegnt annarri, tvær og
tvær saman. — Ekki sérlega vel út skorið.
4. Ártal ekkert.
5. Áletrun engin.
6. Engar upplýsingar í skránni.