Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1960, Síða 136
140
ÁRBÖK FORNLEIFAFÉLAGSINS
númer á 1061 grip (nr. 13749 —14810). Mun Þorkell halda skrásetn-
ingunni áfram því að mikils er um vert, að hægt verði að ná hala
sínum og skrá síðan safnaukann frá ári til árs. Eitt af því, sem nú
var gert, var að fella svonefnt Wardssafn inn í aðalsafnið (nú Þjms.
14411 —14759), en upphaflega skráði Friðrik Brekkan það með sér-
stakri töluröð og einkennisbókstafnum W. Þetta. er ástæðulaust, þar
sem safnið var gefið án nokkurra skilyrða.
Sýningar og aðsókn. Safnið var opið reglulega 9 stundir á viku, en
mjög oft opnað sérstaklega fyrir ferðamenn. Skráður gestafjöldi var
17.659. Sérsýningar voru haldnar sem hér segir, alls 11 talsins:
Japanskar barnateikningar og -málverk, Félag teiknikennara, 29.
jan. — 1. febr.
Þýzk bókasýning (opinber), 27. febr. — 15. marz.
Baldur Edwins, málverkasýning, 20. marz — 5. apríl.
Karl Kvaran, málverkasýning, 11. — 22. apríl.
Samúel Jónsson, málverkasýning, 29. — 31. maí.
Ólafur Túbals, málverkasýning, 20. — 28. júní.
Pólsk myndlistarsýning (menntamálaráðuneytið), 12. — 30. ágúst.
Alfreð Flóki Nielsen, myndlistarsýning, 5. —16. sept.
Kínversk listsýning (Oddný E. Sen), 3. — 25. okt.
Jóhann Briem, málverkasýning, 31. okt. — 8. nóv.
Bjarni Guðmundsson, málverkasýning, 14. — 22. nóv.
Þegar ekki er um að ræða sýningar á vegum hins opinbera eða
safnsins sjálfs, er leigan fyrir sýningarsalinn kr. 150.00 á dag, en oft
hefur það komið fyrir, að slegið hefur verið af þessari upphæð, þegar
aðsókn hefur verið mjög lítil og tekjur hafa reynzt miklu minni en
ætlað var. Eftirspurn eftir salnum er alltaf mikil.
Safnauki. Á árinu voru færðar í aðfangabók 75 færslur nýfeng-
inna safngripa, en víða eru fleiri en einn saman. Því nær allt eru það
gjafir svo sem venjan er. Meðal gjafanna eru þessar helztar: Heiðurs-
peningur og gleraugu Sveinbjörns Sveinbjörnssonar tónskálds, gef-
andi ekkja hans, tvær grafskriftir eftir Benedikt Gröndal, gefandi
Sigríður Árnadóttir frá Álftanesi og systkini hennar, málverk af
Jónasi skáldi Guðlaugssyni, gefandi menntamálaráðuneytið, alþingis-
hátíðarpeningur (10 kr., sýnishorn og tvö úr pappa), gefandi Magnús
Kjaran, J minningartöflur úr Stafholtstungum, gefandi Geir Guð-
mundsson frá Lundum, leiðisfjöl o. fl. frá Urðum í Svarfaðardal,
gefandi Ármann Sigurðsson, fallbyssa, gefandi Vilhjálmur Ögmunds-