Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1960, Page 141
FRÁ FORNLEIFAFÉLAGINU
AÐALFUNDUR 1957
Aðalfundur var haldinn í Hinu íslenzka fornleifafélagi í Þjóðminjasafninu
föstudaginn 20. des. 1957.
Formaður setti fundinn og minntist látins félaga, próf. Jóns Jóhannessonar.
Risu menn úr sætum sínum í virðingar skyni við minningu hans. Þá gat for-
maður þess, að út hefði komið á árinu Árbók félagsins fyrir árin 1955—56. Enn
fremur, að reikningur félagsins fyrir árið 1956 væri samþykktur og endur-
skoðaður.
Næst fór fram kosning í trúnaðarstöður. Formaður og ritari voru endur-
kjörnir. Féhirðir var kjörinn Gísli Gestsson í stað Jóns próf. Jóhannessonar, er
lézt á árinu. Endurskoðendur voru endurkosnir, þeir Þorsteinn Þorsteinsson og
Theódór Líndal. Varamenn í stjórn voru allir endurkjörnir og sömuleiðis full-
trúar.
Snæbjörn Jónsson beindi því til stjórnarinnar, að hún athugaði um endur-
prentun á útseldum árgöngum Árbókarinnar.
Fleira gerðist ekki á fundinum.
Matthias Þórðarson.
Jón Steffcnsen.
AÐALFUNDUR 1959
Aðalfundur Hins íslenzka fornleifafélags var haldinn í Þjóðminjasafninu
í ðvikudaginn 30. des. 1959.
Formaður setti fundinn og minntist þess, að á þessu ári eru 80 ár síðan forn-
'afélagið var stofnað. Las hann upp hina fyrstu reglugerð og minntist þess
ja. nframt, að hann hefði nú verið formaður félagsins hartnær helming þess
tíma, er félagið hefur st.arfað.
Þessu næst las formaður upp nöfn nokkurra félaga, er látizt hafa siðan siðasti
fundur var haldinn (þ. e. 1957). Risu fundarmenn úr sætum sínum í virðingar
skyni við minningu þeirra.
Þá nefndi formaður, að fallið hefði niður aðalfundur á síðasta ári, en síðan
las hann upp endurskoðaða reikninga beggja áranna 1957 og 1958.
10