Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1968, Síða 34

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1968, Síða 34
38 ÁRBÓK FORNLEIFAFBLAGSINS má her bet. „oplæst“; mærk, at det er de gejstlige, de eneste skrive- kyndige, der foretager denne forste oplæsning“ (bls. 40). Með öðrum orðum, þegar Bergþór „sagði upp“, þuldi hann upp úr sér, en þegar klerkarnir „sögðu upp“, var það upplestur. Það er ekki Ara líkt, að tákna í sömu andránni tvenns konar verknað með sömu orðunum, enda verður ekki meira ráðið af ummælum hans en að Bergþór hafi ekki kunnað latneska stafrófið. Ef menn vildu koma til móts við Finn, þá mætti hugsa sér, að Ari hefði einungis haft í huga lögsög- una sem tilkynningu á lögum, en látið það ósagt, hvernig hún væri framkvæmd í einstökum atriðum. En hvað er þá orðið um hið mikla minni lögsögumannsins að áliti þeirra, er trúa því, að allur fróðleik- ur hafi verið í munnlegri geymd þar til Hafliðaskrá var rituð, ef hon- um var ekki treystandi til að muna þau nýmæli, sem gerð voru að Breiðabólstað, en það verður að ætla lítilfjörlega viðbót, miðað við að hafa öll þjóðveldislögin í kollinum. Þeir sem hallast að kenningunni um munnlega geymd og að rúnir hafi aldrei verið notaðar til að rista lengra mál, hvorki á tré eða skinn, benda á að allar beinar sannanir fyrir slíkri notkun rúnanna vanti, þ. e. slíkir gripir séu ekki til. Þetta er rétt að því er til íslands kemur, en á það skal bent, að af öllum þeim fjölda handrita af forn- sögum okkar, sem nú eru varðveitt, er ekkert frumrit til, og gera þó allir ráð fyrir þeim. Ennfremur má benda á, að engin bein sönnun er til fyrir þróunarkenningunni, en þær óbeinu eru svo veigamiklar, að hún er talin veruleiki, sem allir taka fullt tillit til við ályktanir sínar. I þessum anda verður að meta hugsanlega notkun rúna til skrá- setningar lengra máls. Það er óhugsandi, áð nokkurntíma finnist skinnhandrit rist rúnum hér á landi, og sömuleiðis er harla ólíklegt, að hér eigi eftir að finnast kefli með langri rúnaristu á, en óbeinu sannanirnar eru það miklar, að ég tel, að ekki verði lengur fram hjá því gengið, að forfeður okkar hafi notað rúnirnar eins og skynsemi gæddar verur og eins og vitað er að allar aðrar þjóðir, er áttu sér einhverskonar letur, gerðu, hvað þá þegar völ var á letri á borð við rúnimar.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.