Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1985, Blaðsíða 9
ÞJÓÐHAGINN FRÁ HNAUSUM
13
tímabili eða rétt svo að nægði til kaupstaðarferða og heimflutnings á
heyi. Allt þetta segir sína sögu um efni og ástæður.
Fjárfellir hefur komið við sögu í búskap. Árið 1834 eru 70 mylkar ær
og 60 fráfærulömb á búi Ólafs Pórarinssonar og Ólafs sonar hans. Ári
síðar eru ærnar aðeins 8 og engin lönrb í framtali. Veturgamlar ær eru
þá 20 á búi. Næsta ár, 1836, eru mylku ærnar orðnar 50 og hefur sú
fjölgun aðeins gerst með kaupum á sauðfé. Bústærð Ólafs sýnir að pen-
inga hefur hann ekki haft aflögu af búsafurðum svo tcljandi væri, nema
til brýnustu nauðsynja úr kaupstað. Kornkaup heimilisins hafa sennilega
vcrið mjög lítil því hcimilið aflaði sér melkorns, sennilega í Hrauns-
melum í Landbroti.
Árið 1832 kernur nýr liður í tíundaskrá, kökkenhave eða kálgarður.
Petta ár er úthlutað gulrófnafragi í Skaftafellssýslu að tilhlutan yfirvalda
og bændur eru hvattir til garðræktar. Ólafur Þórarinsson fær úthlutað
hálfu lóði af kálfragi og einu og hálfu af kálrabi. Spilda er tekin til kál-
garðs í Seglbúðum cn fraginu er sáð scint og gripir skemma ávöxtinn
en ræktun garðamatar cr haldið áfram næstu ár í Seglbúðum.
Nokkra sögu segir það um efni Ólafs að árið 1809 á hann besta skot-
vopn í Vcstur—Skaftafellssýslu. Jörgcn Jörgensen uppreisnarmaðurinn
frægi hyggst heimsækja þegna sína og sýslumaður Skaftfellinga, Jón
Guðmundsson í Vík, vill vera við öllu búinn. Fátt vopna er í liéraði.
Um þetta segir í ritinu Sjálfstœði Islands 1809 eftir Helga P. Briem (útg.
1936, bls. 354): „Ætlaði sýslumaður sjálfur að skjóta og fékk hann til
þess lánaðan afbragðs riffil, sem Ólafur bóndi Þórarinsson í Hólmi í
Kleifahreppi átti, eða ætlaði að fá hann lánaðan, og 8 steyptar kúlur og
hæfilegt af púðri."1
f almennu manntali 1835 er greind stétt og atvinna manna. Einn
rrianna í Kirkjubæjarklausturssókn er Ólafur í Seglbúðum, þá talinn
hafa atvinnu af smíðum, en ekki er að efa að þar hafa þá verið margir
flciri liðtækir smiðir. Heimildin sýnir að Ólafur hafði þar öðrum meira
til brunns að bera.
Árin líða og það hallar undan fæti hjá Ólafi og Sigríði í Seglbúðum.
Margrct dóttir þeirra giftist Sigurði Jónssyni frá Geirlandi og árið 1828
flytja ungu hjónin inn á Síðuheiðar, á nýbýlið Eintúnaháls sem þau hafa
efnt til. 1 íu árum síðar ræðst það af að foreldrar Margrétar hætti búskap
í Seglbúðum og fái hann í hendur Ólafi syni sínum sem þar hefur búið
í sambýli við þau uin nokkur ár. Gömlu hjónin gerast próventumenn
inni í Eintúnahálsi og flytja þangað með forlagseyri sinn.
Seglbúðir eru teknar út handa Ólafi yngra eftir tilsögn monsjör