Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1985, Blaðsíða 160
164
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
inganna á fjölinni en ekkert slíkt sést á bútunum. Á hinn bóginn sýnist
mér að skurðlist stafanna sé eldri en svo að gerðir hafi verið á öðrum
tug 14. aldar. Hér verður þó að hafa í huga að Hrafnagilskirkja á 12. öld
gæti hafa haft fleiri en einar dyr eins og norsku stafkirkjurnar og leifar
þessar væru úr þeim báðum. Myndskurðar er vart að vænta í húsum
sem þessum nema frá dyraumbúnaði. Þó er best að fullyrða sem minnst
um það, íslendingar fóru að því er best verður séð sínar eigin leiðir í
byggingalist sem svo mörgu öðru.
Skurðlist Þjms. 5367 og 5365 gæti aftur á móti sem best hæft þeim
fátæklegu hugmyndum, sem maður hefur um stílþróun íslenska, og
verið frá öndverðri 14. öld. Enn finnst mér annar bragur og yngri vera
á skurði Þjms. 4883 og 1080 og hæfa fyllilega 14. öldinni. Fleiri spurn-
ingar vakna. Hvað verður t.d. af þeim tréskurði úr kirkjunni er Jón
Koðransson lætur niður taka? Er hann að einhverju leyti nýttur áfram
sem slíkur eða fer hann á verðgang sem hver annar smíðaviður í kirkju
eða e.t.v. inni í bæ þá þegar, notaður þar aftur og aftur kynslóð fram
af kynslóð uns fyrnist yfir uppruna hans? Annað eins hefur skeð á ís-
landi, sem dæmin sanna. Ég stend því í svipuðum sporum og Ellen
Marie hvað aldursákvörðun snertir, nema ég held að ég geti fullyrt að
sumt af bútunum sé ekki „noe yngre“ heldur mikið yngri og gæti
skeikað allt að hálfri annarri öld.
Ef til vill má með enn frekari rannsóknum fá betur úr þessum vafa-
atriðum skorið, en þessi atlaga verður að nægja að sinni.
TILVITNANIR
1. Kristján Eldjárn: Carved Panels from Flatatunga, Iceland. Aaa Archaeologica XXIV.
Sami: Kuml og haugfé, Rvík 1956. Sami: Stakir steiuar, Akurcyri 1959; Sclma Jónsdótt-
ir: Býzönsk dómsdagstnynd í Flatatungu, Rvík 1959; Björn Th. Björnsson: Brotasilfur,
Rvík 1955; Matthías Þórðarson: Möðrufcllsþiljur, Árbók hins íslenzka forulcifafélags
1916; Arnheiður Sigurðardóttir: Híbýlahœttir á miðöldum, Rvík 1966; Saga íslands II,
Rvík 1975.
2. Kristján Eldjárn: Ræða við doktorsvörn, Árbók hins íslenzka fornleifafélags 1960;
Magnús Már Lárusson: Maríukirkja og Valþjófsstaðahurðin, Saga II, 1-2.
3. Ellen Maric Magcroy: Planteornamentikken i islandsk treskurd. Bibliotheca Arnamagnce-
ana. Suppl. vol. V-VI, Khöfn 1967.
4. Kristján Eldjárn: Forn útskurður frá Hólum í Eyjafirði, Árbók hins íslenzka fornleifa-
félags 1961, bls. 23.
5. Þjóðminjasafn Islands, safnskrá.
6. Daniel Bruun: Fortidsminder og nutidshjem paa Island, Khöfn 1928, bls. 231; Úttektirnar